Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Rory McIlroy viðurkenndi að hann var farinn að hugsa um það hvort að það kæmi kannski aldrei að honum eftir að hafa beðið í ellefu ár eftir að fullkomna alslemmu golfsins. Í gærkvöldi komst hann loksins í græna jakkann eftirsótta og hefur því unnið öll risamótin á ferli sínum. Golf 14.4.2025 08:46
Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. Golf 14.4.2025 06:45
McIlroy vann Masters í bráðabana Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose. Golf 13.4.2025 23:21
Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Englendingurinn Justin Rose er með þriggja högga forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu í golfi sem er fyrsta risamót ársins. Golf 10.4.2025 23:06
Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Mastersmótið í golfi hófst í dag en það eru margar athyglisverðar venjur og hefðir tengdu þessu móti. Golf 10.4.2025 17:31
Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters-mótið í golfi hófst í dag er keppt verður um hinn fræga græna jakka. Vísir hefur tekið saman tíu af 95 kylfingum mótsins sem vert er að fylgjast vel með. Golf 10.4.2025 13:18
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyrsta risamót ársins, Masters, hefst á Augusta golfvellinum í kvöld. Biðinni er loksins lokið. Það verður klárlega hart barist um græna jakkann í ár. Golf 10.4.2025 12:32
McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters og núna. Golf 9.4.2025 13:47
„Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Xander Schauffele segist klár í slaginn fyrir komandi Masters-mót í golfi sem fram fer um helgina. Eftir frábært síðasta ár hefur hann átt í meiðslavandræðum á nýju ári. Golf 8.4.2025 09:01
Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Æfingum kylfinga fyrir komandi Masters-mót á Augusta National-vellinum í Georgíu-fylki hefur verið frestað vegna þrumuveðurs. Búast má við slæmu veðri í allan dag. Golf 7.4.2025 15:17
Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Argentínski kylfingurinn Ángel Cabrera vann mót á vegum PGA um helgina. Það var hans fyrsti sigur eftir að hann losnaði úr fangelsi. Golf 7.4.2025 10:31
„Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Íþróttamenn sýna oft á tíðum tilfinningar sínar á vellinum, bæði þegar vel og illa gengur. Golfarinn Ryan McCormick er þar engin undantekning en hann hefur nú gripið til örþrifaráða til að halda sjálfum sér réttu megin við línuna. Golf 5.4.2025 23:30
Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar nýju ástarsambandi Tiger Woods og Vanessu Trump. Vanessa er fyrrum tengdadóttir Trumps. Golf 2.4.2025 23:31
McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Norður-Írinn Rory McIlroy glímir við meiðsli eftir mót helgarinnar þegar styttist í fyrsta risamót ársins. Tæpar tvær vikur eru í Masters-mótið á Augusta. Golf 1.4.2025 10:33
McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Norður-írski kylfingurinn Rory McIlory er annar kylfingurinn sem þénar hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni í golfi. Golf 31.3.2025 17:00
Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista. Golf 26.3.2025 16:45
Tiger og Trump staðfesta sambandið Tiger Woods hefur staðfest að hann sé í sambandi með fyrrum tengdadóttur Donalds Trump, Vanessu. Golf 24.3.2025 14:17
Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með liði sínu LSU og hafnaði sjálfur í 3. sæti í einstaklingskeppninni á afar sterku móti í bandaríska háskólagolfinu í gær. Golf 19.3.2025 09:01
McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. Golf 17.3.2025 14:04
Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Úrslitin á Players meistaramótinu, sem stundum er kallað fimmta risamótið í golfi, ráðast í þriggja holu framlengingu í dag og þar eigast við tveir kylfingar með afar ólíka ferilskrá. Golf 17.3.2025 06:59
Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Bandaríski kylfingurinn JJ Spaun er með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á Players meistaramótinu sem margir kalla fimmta risamótið en mótið fer fram á Sawgrass golfvellinum í Flórída. Golf 16.3.2025 10:41
Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas lék á 62 höggum á öðrum degi Players meistaramótsins sem fer fram i Flórída þessa dagana. Golf 15.3.2025 11:00
Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Áhorfandinn sem kallaði í átt að Rory McIlroy á TBC Sawgrass vellinum í Flórída hefur beðist afsökunar á framferði sínu. Golf 14.3.2025 11:31
McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tók síma af áhorfanda sem lét full mikið í sér heyra á æfingahring fyrir Players meistaramótið sem hefst í dag. Golf 13.3.2025 13:31