Jól

Jólabökur

Ýmis heiti hafa verið notuð á þessar finnsku bökur en eftir að fólkið frá Kirjálahéraði dreifðist um allt Finnland eftir stríð hafa þær gengið undir nafninu Karjalan piirakat eða bökur frá Kirjála. Þær eru bestar volgar og nýbakaðar.

Jólin

Ást og englar allt um kring

Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing.

Jólin

Engar kaloríur

Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar.

Jól

Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu

Nú er kominn sá tími ársins að jólahlaðborðin hellast yfir með tilheyrandi drykkju, framhjáhaldi og persónulegum uppgjörum milli starfsmanna. En það eru nokkrir púnktar sem hafa ber í huga þegar mætt er á jólahlaðborð í boði fyrirtækisins.

Jól

Ekta amerískur kalkúnn

Best er að elda kalkúninn við 200°fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli.

Jól

Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt

Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn.

Jól

Engar jólagjafir hjá Sálinni

„Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast."

Jól

Jólahátíð í Kópavogi - myndir

Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning.

Jól

Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög

„Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög."

Jól

Bjarni Haukur: Góður matur og familían

„Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is

Jól

Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum

„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis."

Jól

Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum

Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.

Jól