

Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK.
Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn.
„Ermarnar eru svolítið flippaðar þannig að ég segi að þær séu markaðskonan í mér,“ segir Elísabet um jakkann sem hún valdi fyrir myndatökuna.
„Ég er nú svo hvatvís að ég veit varla í hvaða átt ég er að fara, hvað þá að ég viti hver þessi innri áttaviti er,“ segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports með meiru og hlær.
„Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú. Nota það meira og meira eftir því sem ég verð eldri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ein fjölmargra kvenna sem næstkomandi laugardag mun ræða um innsæið á UAK ráðstefnunni 2025.
Flest okkar höfum heyrt í Hermanni Guðmundssyni í fjölmiðlum. Til dæmis skrafhreifinn á Bylgjunni; ófeiminn við að segja hvað honum finnst um þjóðmálin eða fréttir. Enda fínn í útvarpi; á frægan bróður þar eins og hann segir sjálfur.
Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin.
Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli.
„Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók.
Það eru nokkrar tegundir af fólki sem flestir hafa upplifað að kynnast á vinnustöðum sem einfaldlega geta dregið úr okkur allan mátt. Og verða að teljast vera frekar neikvæður félagsskapur, sem þó er oft erfitt að forðast því öll erum við jú að vinna á sama stað.
Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar.
Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður.
Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar.
Að kunna vel við yfirmanninn á vinnustað er lykilatriði. Því það að elska starfið sitt er eiginlega ekki nóg. Alls kyns flækjur geta nefnilega komið upp í samskiptum við yfirmann, sem síðan geta dregið úr starfsánægjunni.
Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA.
Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin.
Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga.
„Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál.
„Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike.
„Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár.
„Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest.
Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann.
Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu.
„Við erum sem dæmi með 48 þjóðerni í starfi hjá okkur og höfum því sannarlega reynslu af því að starfa með fólki með ólíkan bakgrunn og menningu,“ segir Vaka Ágústsdóttir mannauðsstjóri IKEA.