Enski boltinn

Tevez fær ekki að fara frá Man. City

Ekkert varð af því að Man. City og Inter næðu að skipta á þeim Carlos Tevez og Samuel Eto´o. Þar sem skiptin gengu ekki upp ætlar City að halda Carlos Tevez þó svo hann vilji fara frá félaginu.

Enski boltinn

Bolton á eftir Keane

Bolton er sagt vera á eftir framherjanum Robbie Keane. Félagið vantar sárlega framherja þar sem Johan Elmander er farinn til Tyrklands og Daniel Sturridge fór aftur til Chelsea.

Enski boltinn

Scott Carson til Tyrklands

Enski markvörðurinn Scott Carson hefur gengið til liðs við tyrkneska félagið Bursaspor frá West Bromwich Albion. Bursaspor spilaði í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð en leikur í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.

Enski boltinn

Crouch búinn að gifta sig

Þrátt fyrir erfiðleika í sambandinu síðustu mánuði eru Peter Crouch og Abbey Clancy búin að gifta sig. Eins og búist mátti við gerðu þau það með stæl.

Enski boltinn

Dalglish orðinn doktor

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fékk í dag heiðursnafnbót frá háskólanum í Ulster fyrir vinnu sína í fótboltanum og einnig fyrir góðgerðarstarfsemi. Dalglish er því orðinn Dr. Dalglish.

Enski boltinn

PSG býður í Taarabt

Samkvæmt hemildum Sky-fréttastofunnar er franska félagið PSG búið að bjóða 13,5 milljónir punda í Adel Taarabt, leikmann QPR.

Enski boltinn

Gervinho staðfestir að hann sé á förum til Arsenal

Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. Gervinho er 24 ára gamall og landsliðsmaður frá Fílabeinsströndinni. Hann varð franskur meistari og bikarmeistari með Lille á síðustu leiktíð en Tottenham hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Enski boltinn

Pardew hefur engar áhyggjur af samningamálum Barton

Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu. Newcastle og umboðsmaður Bartons hafa á undanförnum vikum rætt um framtíð hans og nýjan samning en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Núgildandi samingur hans rennur út í júní á næsta ári.

Enski boltinn

John Terry verður áfram fyrirliði Chelsea

André Villas-Boas hefur tilkynnt að John Terry muni áfram bera fyrirliðaband Chelsea. Villas-Boas varar þó við því að verði frammistaða hans ekki nógu góð geti hann misst sæti sitt í liðinu. Hann sé ekki eini leiðtoginn, heldur séu fjölmargir leiðtogar í leikmannahópnum.

Enski boltinn

Clichy líklega á leiðinni til Man City

Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga.

Enski boltinn

Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan

Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins.

Enski boltinn

Pedroza samdi við Tottenham

Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó.

Enski boltinn

Barcelona býður 35 milljónir punda í Fabregas

Evrópumeistarar Barcelona eru ekki búnir að gefast upp á Cesc Fabregas miðjumanni Arsenal. Börsungar hafa hækkað boð sitt í spænska landsliðsmanninn og vona að 35 milljónir punda dugi til þess að ná leikmanninum aftur heim til Barcelona.

Enski boltinn

Rooney orðaður við Birmingham

Forráðamenn Birmingham eru sagðir hafa áhuga á að fá Írann Adam Rooney til liðs við sig. Sá er framherji og lék síðast með Inverness CT í skosku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Sunderland klófesti Wickham

Einn eftirsóttasti táningur Bretlandseyja, Connor Wickham, gekk í dag til liðs við Sunderland sem keypti hann fyrir 8,1 milljón punda frá Ipswich. Kaupverðið getur hækkað upp í tólf milljónir punda ef honum gengur vel hjá Sunderland.

Enski boltinn

PSG vill fá Clichy

Það er enn rætt um framtíð Gael Clichy hjá Arsenal en jafnvel er búist við því að hann yfirgefi Lundúnafélagið í sumar eftir átta ára vist undir væng Wenger.

Enski boltinn

Man. City gefst upp á Sanchez

Man. City hefur játað sig sigrað í baráttunni um Alexis Sanchez. City hefur boðið best allra liða í leikmanninn en hann hefur ekki áhuga á því að koma til Englands.

Enski boltinn

Villas-Boas: Ég er ekki sérstakur

Hinn nýi stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, var formlega kynntur til leiks í dag og hann mætti þá ensku pressunni í fyrsta skipti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Þjálfaranum er iðulega líkt við landa sinn og fyrrum lærimeistara, Jose Mourinho, en Villas-Boas er ekki hrifinn af því.

Enski boltinn