Fastir pennar

Hvað ætla Vinstri græn að gera?

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Þetta er undarleg albanínuumræða gagnvart Vinstri grænum,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir á Alþingi í gær, þegar Samfylkingin beindi þeirri spurningu að Sjálfstæðisflokknum hver stefna þeirra gagnvart Evrópusambandinu væri, og hvort breytinga á þeirri stefnu væri að vænta á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Fastir pennar

Sjálfsagðir hlutir í lög leiddir af illri nauðsyn

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð.

Fastir pennar

Hér og nú

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æskunnar út bókina „Sögurnar hans pabba“, eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugsunarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu.

Fastir pennar

Í þjóðarhag

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkis­stjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum?

Fastir pennar

Eins flokks ríki

Jón Kaldal skrifar

Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak.

Fastir pennar

Vonsvik

Fyrri ríkisstjórn fékk sænskan sérfræðing til að koma fram með tillögur um endurreisn bankakerfisins. Þær hafa nú verið birtar og samþykktar. Um margt eru þær almennar og óafgerandi. Eigi að síður veldur bæði stefnumörkunin og málsmeðferðin vonsvikum.

Fastir pennar

Skrifað í genin

Jón Kaldal skrifar

„Verkamannaflokkurinn er ákaflega afslappaður yfir því að fólk verði viðbjóðslega ríkt." Þessi frægu orð Peters Mandelson, eins helsta hugmyndafræðings breska Verkamannaflokksins og ráðgjafa Tony Blair, féllu 1998, ári eftir að flokkur hans tók við völdum í Bretlandi. Þau þóttu, eins og gefur að skilja, marka mikil tímamót fyrir flokk sem fyrir daga Blairs hafði kennt sig við sósíalisma.

Fastir pennar

Tími félagshyggju

Sverrir Jakobsson skrifar

Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu.

Fastir pennar

Sleggjudómar eða rökstudd álit

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni "The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik.

Fastir pennar

Framtíðarvandinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Deila forsætisráðherra og bankastjórnar Seðlabankans er fortíðarvandi. Að réttu lagi hefði bankastjórnin átt að leysa það mál sjálf og ótilkvödd á sama tíma og stjórnendur viðskiptabankanna fóru frá. þá var gjaldmiðillinn hruninn og verðbólgumarkmiðið fokið út í veður og vind.

Fastir pennar

Á Gnitaheiði

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu.

Fastir pennar

Umsátursástand í Seðlabankanum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Undarleg staða er upp komin í efnahagsmálum landsins með því að tveir af þremur bankastjórum Seðlabanka Íslands ætla að draga lappirnar í nauðsynlegum umbótum sem hér er unnið að í efnahagsstjórninni.

Fastir pennar

Efnahagsstjórn var ekki í takt

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Vörn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefnunni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, án þessi þó að arftaki hennar sé skýr.

Fastir pennar

Stækkun NATO

Þorvaldur Gylfason skrifar

Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn.

Fastir pennar

Ristir grunnt

Þorsteinn Pálsson skrifar

Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis.

Fastir pennar

Áfangi í átt til jafnréttis kynja

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sú ríkisstjórn sem tók við völdum á sunnudaginn markar að ýmsu leyti tímamót. Út frá kynjasjónarmiði er skipan hennar í það minnsta merkileg og með henni er brotið blað.

Fastir pennar

Valdamissir og barnaleg viðbrögð

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel.

Fastir pennar

Réttlátir skattar eða táknrænir

Jón Kaldal skrifar

Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða.

Fastir pennar

Loksins-stjórnin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Til hamingju öll: Loksins... Loksins höfum við fengið konu sem forsætisráðherra - glerþakið brast og eitt kallhlunkaklíkuvígið til er fallið.

Fastir pennar

Hvað breytist?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.

Fastir pennar

Máttur söngsins

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari.

Fastir pennar

Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti

Óli Kristján Ármannsson skrifar

"Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur,“ segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. "Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi.“

Fastir pennar

Ótrygg er ögurstundin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin.

Fastir pennar

Lýðskrumshætta

Auðunn Arnórsson skrifar

Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar.

Fastir pennar

Óhamingjuvopnin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu.

Fastir pennar

Hjálmar og skildir

Einar Már Jónsson skrifar

Þegar ég fylgist úr mikilli fjarlægð með sjónvarpsfréttum af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn.

Fastir pennar

Pottar og sleifar en ekki grjót

Jón Kaldal skrifar

Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu.

Fastir pennar

Glöggt er gests augað

Óli Kristján Ármannsson skrifar

"Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir.“ Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið.

Fastir pennar

Nýtt tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar

Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi.

Fastir pennar

Þegar eitt útilokar ekki annað

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær.

Fastir pennar