Fastir pennar

Skynsamlega unnið úr aðstæðum

Auðunn Arnórsson skrifar

Á komandi vori mun sveit franskra orrustuþotna taka sér í fyrsta sinn stöðu á Keflavíkurflugvelli og stunda æfingar í íslenzku lofthelginni um nokkurra vikna skeið.

Fastir pennar

Auðlindaskattur,réttlæti og laun: Lítil umræða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþingi hefur að tillögu sjávarútvegsráðherra fellt tímabundið niður auðlindaskatt af þorskveiðiréttindum. Óveruleg umræða hefur farið fram um þessa breytingu. Skýringin er hugsanlega sú að hér er um að ræða tiltölulega hóflegan skatt.

Fastir pennar

Málæði er lýðræði

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á.

Fastir pennar

Togstreita réttinda og öryggis

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Eitt sinn sagði Milan Kundera að réttindi byggist nú á kröfu einstaklingsins að þrár hans séu uppfylltar. Þegar nútímamaðurinn vilji eitthvað telji hann sig eiga heimtingu á því að eignast það. Til að ítreka mál sitt er lögð fram krafa á grundvelli mannréttinda.

Fastir pennar

Úrbótavilji í verki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar.

Fastir pennar

Samviskuveiki?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis.

Fastir pennar

Afbrot eða afrek?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin.

Fastir pennar

Koma óorði á fjöldann

Jón Kaldal skrifar

Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi.

Fastir pennar

Tekið í nauðhemilinn

Auðunn Arnórsson skrifar

Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003.

Fastir pennar

Auðmenn og almenningur

Björgvin Guðmundsson skrifar

Fólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka.

Fastir pennar

Skólinn í Skuggahverfi

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Í gær var gengið frá samkomulagi milli Listaháskóla Íslands og Samson Properties um lóðaskipti á lóð í Vatnsmýri sem fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti úthlutaði skólanum og lóðum sem Samson Properties hefur keypt upp á liðnum misserum við Frakkastíg milli Laugavegs og Hverfisgötu.

Fastir pennar

Glöð á góðum degi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna var kynnt í síðustu viku.

Fastir pennar

Trúaruppeldi

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífsviðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á.

Fastir pennar

Útvarp gleðinnar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þegar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins var til meðferðar á Alþingi lagði Samkeppniseftirlitið fram álit. Þar kom fram að reglurnar um hið nýja hlutafélag stönguðust í veigamiklum atriðum á við grundvallarreglur samkeppnisréttarins.

Fastir pennar

Grundvallarreglur og „flaðrandi rakkar“: Útvarp gleðinnar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þegar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins var til meðferðar á Alþingi lagði Samkeppniseftirlitið fram álit. Þar kom fram að reglurnar um hið nýja hlutafélag stönguðust í veigamiklum atriðum á við grundvallarreglur samkeppnisréttarins. Fyrir menntamálaráðherra var það ekki áhyggjuefni, heldur þvert á móti gleðileg staðfesting á að tilganginum væri náð

Fastir pennar

Fjárhundurinn

Einar Már Jónsson skrifar

Það er í frásögur fært, að ábúðarfullur maður var nýlega á leið heim til sín úr sumarfríi á frönsku Rivíerunni, og ók í sinni glæsikerru gegnum hæðir og skóga í Miðhálendinu. Skyndilega þurfti hann að bremsa í beygju, sauðahjörð hafði lagt undir sig veginn og rann þar áfram með jarmi miklu, en samhljómur rollubjallanna endurómaði í hlíðunum í kring.

Fastir pennar

Sækja sjóinn í ólgu alþjóðlegs fjármálaróts

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Íslensku viðskiptabankarnir búa við þann veruleika að erlendir fjárfestar tengja við þá meiri áhættu en við banka annars staðar í hinum vestræna heimi. Kannski ræður þarna einhverju vantrú á því að frá jafnfámennri þjóð geti komið marktæk alþjóðleg fyrirtæki.

Fastir pennar