Fastir pennar

Skemmdarverk við rússneska sendiráðið

Þetta er náttúrlega stóralvarlegt mál með ungu mennina sem í fylleríi stálu fána við rússneska sendiráðið. Þeir verða væntanlega ákærðir fyrir móðgun við stórveldið. Ég veit ekki hvort þetta er tími fyrir játningar...

Fastir pennar

Umferðarhnútar skerða lífskjör

En umferðartafirnar eru ekki bara leiðinlegar, dýrar og mengandi. Þær halda okkur frá fjölskyldum okkar, áhugamálum eða vinnu. Ef við ynnum í stað þess að sitja í bílunum og gefum okkur að það sé eftirspurn eftir þessari auknu vinnu, þá myndi þjóðarframleiðslan aukast umtalsvert.

Fastir pennar

Rökræðan sem gleymdist

Mikilvægi menntamálanna er þannig vaxið að forsætis­­ráðherrar eiga í raun réttri að láta þau meir til sín taka en önnur viðfangsefni. Vonandi má líta á stefnuræðuna sem smáan vísi í þá veru. Ríkisstjórnin hefur enga ástæðu til feimni um þá hluti.

Fastir pennar

Finn Air

Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair – þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku...

Fastir pennar

Skattar og skuldir

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tilkynnti í vor að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjörtímabils.

Fastir pennar

Einelti

Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið.

Fastir pennar

Af bolsum og rónum

Hér er lagt út af Staksteinapistli þar sem sagði að herstöðvaandstæðingar hefðu gengið í þágu Stalíns og kommúnismans, en einnig er fjallað um rónana og dópistana sem setja mikinn svip á miðbæinn í Reykjavík...

Fastir pennar

Fleipur eða fölsun?

Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands.

Fastir pennar

Tímaskekkja

Með Ríkisútvarpsfrumvarpinu er ríkisstjórnin að brjóta eins konar sátt sem ríkt hefur um ríkisrekið útvarp og sjónvarp á menningarlegum forsendum milli þeirra sem almennt vilja standa vörð um ríkisrekstur og hinna sem aðhyllast einkarekstur. Af því getur ekkert hlotist nema menningarlegt tjón.

Fastir pennar

Hagkerfi á fleygiferð

Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri.

Fastir pennar

Ferskir vindar

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála á næstu vikum. Tekst stjórnmálaflokkunum að nýta tækifærið til að hleypa ferskum vindum um lista sína eða mun val kjósenda standa milli lista skipuðum einsleitum hópi, þar sem uppistaðan er karlmenn, vel menntaðir fjölskyldumenn á aldrinum 35 til 60 ára.

Fastir pennar

Eins manns fjölmiðlastofnun

Ólafur Teitur Guðnason er með óvinsælustu mönnum í fjölmiðlastétt. Ég þekki margt fók sem umhverfist þegar hann er nefndur á nafn. Þetta er ritdómur um bók Ólafs, Fjölmiðlar 2005, sem birtist í vor í tímaritinu Þjóðmálum...

Fastir pennar

Kaflaskipti 1. október

Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA).

Fastir pennar

Að stjórna í sátt við samviskuna

Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið samstarf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Fastir pennar

Verkefni umhverfisverndar

Ýmsir flögguðu á fimmtudaginn, sumir í heila stöng og aðrir í hálfa. Þann dag hófst fylling Hálslóns eins og alþjóð veit. Snarpar umræður og deilur um þessa stóru framkvæmd hafa staðið í mörg ár og nú er mál að linni.

Fastir pennar

Frá styrkleika til spurninga

Á marga lund háttar þannig til við upphaf síðasta þings kjörtímabilsins að pólitíkin er í minna mæli fyrirsjáanleg en oftast nær áður við þær aðstæður. Óvæntir atburðir liggja að vísu ekki í loftinu. En að ýmsu leyti sýnist margt vera á huldu um hvert stefnir.

Fastir pennar

Með og á móti virkjun

Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun – að það magnast fremur en hitt – og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun...

Fastir pennar

Örkin hans Ómars

Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda.

Fastir pennar

Leyndarhyggja og aumingjalegur samningur

Það væri gaman að frétta af því ef einhver umræða um stjórnmál fer fram í ríkisstjórnarflokkunum á Íslandi. Tökum til dæmis varnarmálin. Hefur yfirleitt verið rætt um þau í stjórnarflokkunum, áður en formennirnir dúkkuðu upp með hið nýja samkomulag um varnir Íslands?

Fastir pennar

Herlaust Ísland

Það hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt bandarískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær.

Fastir pennar

Húsnæðið okkar og hagstjórnin

Við Íslendingar erum alls ekki þeir einu sem hafa orðið vitni að því að húsnæði hækki mjög mikið í verði á síðustu árum. Sama hefur til dæmis gerst í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Fastir pennar

Glæpur og refsing

Í Héraðsdómi Reykjavíkur bar það við að í byrjun vikunnar féll dómur í manndrápsmáli sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að hinum ákærða væri metið til refsilækkunar að fréttir höfðu verið fluttar af máli hans, eða eins og Jónas Jóhannsson héraðsdómari orðaði það "vegna þess hve óvægna umfjöllun ákærði hefur sannanlega hlotið fyrir atlöguna hjá einstökum fjölmiðlum".

Fastir pennar

Það húmar að hausti

Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var uppskera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar.

Fastir pennar

Forvarnir eru mikilvægar

Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar vísindaferðir háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær áfengisferðir, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð.

Fastir pennar

Varnarsamstarf áfram

Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir.

Fastir pennar

Mannlegt eðli og allsnægtir

Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum.

Fastir pennar

Aftur á þjóðvegi eitt

Mála sannast er að nú eru þáttaskil í varnar- og öryggismálum landsins. Varnarlið Bandarkjanna er farið af vettvangi. Varnarsamningurinn stendur þar á móti með nýjum pólitískum markmiðsyfirlýsingum og viðfangsefnum í samræmi við breyttar aðstæður.

Fastir pennar