Fastir pennar

Hugleiðingar um spægipylsur

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Besti flokkurinn kom, sá og sigraði í borgarstjórnarkosningunum fyrir þremur árum. Andrúmsloftið gagnvart stjórnmálamönnum var neikvætt og traust til þeirra í lágmarki.

Fastir pennar

Gruggug niðurstaða ráðuneytis

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki og umhverfi Lagarfljóts eru mikil og meiri en stjórnvöld og Landsvirkjun létu skína í á sínum tíma. Þetta hefur komið fram í fréttum Fréttablaðsins undanfarna daga.

Fastir pennar

Átt þú 750 þúsund kall á lausu?

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Sprotafyrirtæki eru eins og smábörn. Pólitíkusar keppast við að faðma þau í kosningaherferðum, hjúfra sig þétt upp að þeim sé blaðaljósmyndari nálægur og hampa þeim á tyllidögum með stórum orðum um að þar fari framtíðin sem hlúa verði að.

Fastir pennar

Kverúlantaframboðin blómstra

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Sjónvarpsþátturinn Borgen var nánast óþægilegur áhorfs á sunnudagskvöldið. Mætti ætla að handritshöfundar væru skyggnir og hefðu séð fyrir ástandið í íslenskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga.

Fastir pennar

Góður svefn gulli betri

Teitur Guðmundsson skrifar

Sú vísa er víst aldrei nógu oft kveðin að svefninn er okkur öllum mikilvægur, bæði andlega og líkamlega. Það er á þessum tíma sem líkaminn endurnærist og hleður batteríin svo við getum tekist á við næsta dag full af orku og fagnað þeim verkefnum sem hann færir okkur.

Fastir pennar

Óvinur nr. 1

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Þar sagði hann frá þeim tveimur málum sem flokkurinn hans ætlar að leggja alla áherslu á í aðdraganda kosninga: skuldaafskriftir og afnám verðtryggingar.

Fastir pennar

Blaðamennska er lífsskoðun

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Árið 1870 skrifaði Jón Ólafsson greinargerð fyrir frjálsri blaðamennsku í blaðið sem hann ritstýrði þá, Baldur. Hann var átján ára og hafði ritstýrt Baldri frá sautján ára aldri – fyrsta barnastjarna íslenskrar blaðamennsku og átti í vændum að flýja land fyrir að yrkja Íslendingabrag þar sem þeir "fólar er frelsi vort svíkja" fá að heyra það og skáldið staðhæfir að maður finni "ei djöfullegra

Fastir pennar

Samt ekki þjóðin

"Þið eruð ekki þjóðin!“ á Ingibjörg Sólrún að hafa sagt á borgarafundi í Háskólabíói. Með upphrópunarmerki og öllu. Satt að segja væri ég til í að prenta þennan frasa á boli. Því auðvitað er mjög hugað að segja þetta við æstan múg. Hugað og satt.

Fastir pennar

Prófsteinn lýðræðisins

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri sagði útlendur stjórnmálarýnir á þá leið að það bæri vott um pólitískt heilbrigði á Íslandi að í miðju hruni kysu menn grínista frekar en rasista eða fasista.

Fastir pennar

Leitin að sátt í stjórnarskrármáli

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað í heild á þeim skamma tíma sem eftir er af núverandi þingi bera vott um raunsæi. Árni hefur vikið frá þeirri stefnu sem forveri hans Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði; að keyra málið í gegn hvað sem það kostaði.

Fastir pennar

Er íslenska útlenska?

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Á netinu má sjá erindi Þorvaldar Þorsteinssonar – þess snilldarmanns – á málþingi BÍL um skapandi greinar frá sjónarhóli listamanna þar sem hann deildi á tilhneigingu til að beita akademískum vinnubrögðum í listsköpun. Hann talaði um "gervireynd“ í því sambandi.

Fastir pennar

Forkastanlegt

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Staða Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er með ólíkindum. Þeir sem til þekkja eru sammála um að viðskiptalíkan hans gangi ekki upp, að pólitískar ákvarðanir sem teknar voru í tengslum við starfsemi hans á síðasta áratug hafi verið galnar, að eignasafnið sé líkast til stórlega ofmetið og að með hverjum deginum sem líður án aðgerða muni kostnaður skattgreiðenda vegna sjóðsins aukast.

Fastir pennar

Forysta og "forysta“

Pawel Bartoszek skrifar

Einhverra hluta vegna amast mörg hinna nýju framboða til Alþingis við formönnum. Þetta á sérstaklega við um byltingarþríeykið: Dögun, Lýðræðisvaktina og Pírata. Ýmist þykjast þessar stjórnmálahreyfingar alls ekki hafa formenn eða reyna að fela þá bak við orð eins og "talsmaður“, "málsvari“ eða "vaktstjóri“.

Fastir pennar

Enn vantar eftirlit

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Við fáum smám saman skýrari mynd af símahlerunum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess.

Fastir pennar

Tollpínt lágtekjufólk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér talsverða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum.

Fastir pennar

Hægri varð vinstri

Þórður snær júlíusson skrifar

Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins.

Fastir pennar

Mannvonska dulbúin sem mannúð

Sif Sigmarsdóttir skrifar

„Frelsið skiptir máli, að geta haft þá tilfinningu að maður geti vaknað á morgnana og gert hvað sem mann lystir ef gangi maður ekki á rétt annarra." Svo komst Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að máli í hreint afbragðsgóðri ræðu sem hún hélt á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Með nýjum formanni blása ferskir vindar um vinstri græn og af umræðum um fundinn í fjölmiðlum að dæma virðast þeir auk þess hafa feykt „órólegu deild" flokksins lengst út á hafsjó þar sem hróp þeirra og köll drukkna í öldugný.

Fastir pennar

Fæðingarorlof og launamunur

Ólafur Þ. STephensen skrifar

l andsfundur Vinstri grænna um helgina ályktaði um jafnréttismál, eins og við var að búast. VG fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um átak til að eyða launamun og segir: "Miklu skiptir að því sé fylgt eftir og laun kvenna hækkuð í þeim kjarasamningum sem eru fram undan hjá ríki og sveitarfélögum." VG fagnar líka að ríkisstjórnin hafi lagt línurnar með breytingum á lögum um fæðingarorlof, hækkað viðmiðunarfjárhæðir sem skornar voru niður í kreppunni og hafið lengingu orlofsins í áföngum upp í eitt ár.

Fastir pennar

Eigum við að skima fyrir HIV?

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar við ræðum um skimun fyrir sjúkdómum er verið að meina það að skoða einstaklinga sem eru einkennalausir. Það eru þeir sem ekki vita til þess að þeir hafi nokkurn sjúkdóm og kenna sér því einskis meins og þar af leiðir að þeir leita ekki til læknis. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða sjúkdómum skuli skima fyrir og ekki síður fyrir heilbrigðisyfirvöld að bregðast við kröfum um slíkt.

Fastir pennar

Fegurstu leiðarljósin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þúsundir Íslendinga hafa ritað nöfn sín á mótmæli gegn nýjum náttúruverndarlögum og hafa áhugamenn um utanvegaakstur þar látið mikið að sér kveða. Jeppafjallamenn eru vissulega upp til hópa miklir náttúruunnendur og hafa áhyggjur af því að fá ekki að njóta hennar að vild og myndu aldrei rótast á viðkvæmum svæðum: en þeir hugsa málið út frá sjálfum sér. Ef við hugsum andartak um fund manns og fjalls í anda

Fastir pennar

Deilan leyst en vandinn óleystur

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Í byrjun var vandanum lýst á þann einfalda og rétta hátt að spítalinn gæti ekki keppt við grannlöndin um hæft starfsfólk. Nú er spurningin þessi: Er búið að leysa þann vanda?

Fastir pennar

Mikilvægur áfangi fyrir börn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið 1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng.

Fastir pennar

Vopnið krónan

Þórður Snær júlíusson skrifar

Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyrissjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einkabankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar.

Fastir pennar

Litli karlinn

Magnús Halldórsson skrifar

Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru.

Fastir pennar

Ekkert að fela

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra greindi frá því á Alþingi í fyrradag að starfshópur ynni nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu. Ætlunin væri að birta upplýsingar um tekjur og gjöld mánaðarlega. Hópurinn ætti enn fremur að gera tillögur um hvernig opna mætti sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið.

Fastir pennar

Leitin að tilgangi

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa.

Fastir pennar

Jarðalýðskrumið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi.

Fastir pennar

Skuggi er yfir brotthvarfi páfa

Óli Kristján Ármanssson skrifar

Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm.

Fastir pennar