Formúla 1

Konum fjölgar í Formúlu 1

Simona de Silvestro er gengin til liðs við Sauber. Hún er samningsbundin hjá liðinu og stefnir á að verða ökumaður þess á næstu árum.

Formúla 1

Settar skorður í útgjöldum

Árið 2015 munu liðin í Formúlu 1 þurfa að halda sig innan 200 milljón evra í útgjöld. Það er gert til þess að jafna hlut liðanna. Stærstu liðin í dag eru að verja gríðarlegum fjármunum eða rúmum 47 milljörðum króna á hverju ári.

Formúla 1

Massa er ánægður með Williams-bílinn

Felipe Massa er ánægður með afrakstur æfinganna í Jerez. Hann segir að bíllinn sé góður. Massa ekur nú fyrir Williams eftir að hafa ekki endurnýjað samning sinn við Ferrari í lok síðasta tímabils. Brasilíumaðurinn er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

Formúla 1

Renault uppfærslurnar virka

Pastor Maldonado ók Lotus bíl sínum einn hring á föstudag og tuttugu og einn hring á laugardag. Liðið var þá komið saman við auglýsingatökur á brautinni í Jerez á Spáni. Lotus hefur þar með notað þá tvo daga sem hvert lið má nota í auglýsingaskyni.

Formúla 1

Vettel list vel á Ricciardo

Sebastian Vettel er viss um að nýji liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo geti lært ýmislegt af honum. Vettel segir Ricciardo vera öðruvísi ökumann og hafa aðra sýn á aksturinn en margir.

Formúla 1

Upptökudagur hjá Lotus

Nýi bíll Lotus-liðsins ók um brautina í Jerez í dag. Tímasetningin vekur athygli vegna þess að æfingar hefjast ekki aftur fyrr en 19. febrúar og þá í Bahrein.

Formúla 1

Ecclestone trúir á Mercedes-vélina

Hinn 83 ára gamli Bernie Ecclestone spáir því að Mercedes vinni heimsmeistaratitil bílasmiða á komandi tímabili. Þá telur hann líklegt að annar ökumanna liðsins verði heimsmeistari ökuþóra og veðjar frekar á Nico Rosberg.

Formúla 1

Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn

Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra.

Formúla 1

Verið að vekja Schumacher úr dái?

Þýska ökuþórinn Michael Schumacher, sem haldið hefur verið sofandi undanfarinn mánuð eftir alvarlegt skíðaslys, er smám saman verið að vekja ef marka má frétt L'Equipe.

Formúla 1

Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni

Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður.

Formúla 1

Ferrari kynnti nýja bílinn sinn

Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd.

Formúla 1

Tvö­föld stig fyrir síðasta mótið í for­múlunni

Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014.

Formúla 1

Staða Schumacher ó­breytt

Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga.

Formúla 1