Engir yfirburðir hjá Vettel í ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2014 06:00 Sebastian Vettel. Vísir/AFP Nýtt tímabil hefst í Formúlunni um helgina og venju samkvæmt hefst tímabilið í Ástralíu. Þjóðverjinn Sebastian Vettel hefur orðið heimsmeistari síðustu fjögur ár og reynir nú að vinna fimmta árið í röð. „Við erum ekki í bestu stöðunni til þess að vinna þessa keppni. Að vinna heimsmeistaratitilinn er allt önnur saga. Þetta verður langt tímabil,“ sagði Vettel í gær en bíllinn hans hjá Red Bull hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi síðustu vikur. Vettel hefur haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni síðan árið 2010 en nýjar reglubreytingar vekja vonir um að tímabilið í ár verði meira spennandi en síðustu ár. „Árið hefur ekki byrjað vel hjá okkur og það þarf að laga ýmislegt. Við erum ekki heimskir. Vissulega vildum við vera í betri stöðu á þessum tímapunkti en það sitja allir við sama borð. Við munum gera okkar besta um helgina og stefnum að því að mæta enn sterkari til leiks í næstu keppni.“ Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nýtt tímabil hefst í Formúlunni um helgina og venju samkvæmt hefst tímabilið í Ástralíu. Þjóðverjinn Sebastian Vettel hefur orðið heimsmeistari síðustu fjögur ár og reynir nú að vinna fimmta árið í röð. „Við erum ekki í bestu stöðunni til þess að vinna þessa keppni. Að vinna heimsmeistaratitilinn er allt önnur saga. Þetta verður langt tímabil,“ sagði Vettel í gær en bíllinn hans hjá Red Bull hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi síðustu vikur. Vettel hefur haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni síðan árið 2010 en nýjar reglubreytingar vekja vonir um að tímabilið í ár verði meira spennandi en síðustu ár. „Árið hefur ekki byrjað vel hjá okkur og það þarf að laga ýmislegt. Við erum ekki heimskir. Vissulega vildum við vera í betri stöðu á þessum tímapunkti en það sitja allir við sama borð. Við munum gera okkar besta um helgina og stefnum að því að mæta enn sterkari til leiks í næstu keppni.“
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira