Formúla 1

Mótshaldarar í Barein fá frest til 1. maí

FIA hefur gefið Formúlu 1 mótshöldurum í Barein frest þangað til 1. maí til að ákveða hvort Formúlu 1 mót getur farið fram í landinu eður ei. Mótið átti að vera á dagskrá 13. mars, en var fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1

Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu

Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins.

Formúla 1

Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum

Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport.

Formúla 1

Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum

Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni.

Formúla 1

Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull

Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag.

Formúla 1

Alonso spáir baráttu fimm liða um titilinn

Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða.

Formúla 1

Ross Brawn seldi eignarhlut sinn til Mercedes

Framkvæmdarstjóri Mercedes Formúlu 1 liðsins, Ross Brawn hefur selt hlut sinn í Mercedes liðinu til Mercedes og fjórir aðrir hluthafar hafa gert slíkt hið sama. Brawn verður áfram framkvæmdarstjóri liðsins, en ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg.

Formúla 1

Perez: Einn besti dagur lífs míns

Sergio Perez frá Mexíkó spretti úr spori á Sauber Formúlu 1 bíl á laugardaginn í heimabæ sínum Guadalajara. Perez er nýliði í Formúlu 1 og er talið að milli 150.000-200.000 manns hafi fylgst með kappanum í heimabænum.

Formúla 1

Tæknistjóri Williams segir nýliðann Maldonado hæfileikaríkan

Williams Formúlu 1 liðið frumsýndi í dag bíl sinn formlega í Englandi eins og hann verður í keppni hvað litaval varðar. Við það tækifæri sagði Sam Michael, tæknistjóri liðsins að nýi ökumaður liðsins, Pastor Maldonado væri með náttúrulega hæfileika við stjórnun Formúlu 1 bíls.

Formúla 1

Ástand Robert Kubica jákvætt

Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica frá Póllandi sem slasaðist alvarlega í rallkeppni á Ítalíu á dögunum, er kominn af gjörgæslu á spítalanum sem hann dvelur á og í endurhæfingu á samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Eitt ökumannssæti laust í Formúlu 1

Enn á eftir að ráða ökumann í eitt ökumannssæti í Formúlu 1 og það er hjá Hispania liðinu spænska. Indverjinn Narain Karthikeyan ekur einum bíl liðsins, en enginn hefur verið staðsfestur um borð í hinn bílinn. Á ráslínunni í Formúlu 1 í ár verða 24 ökumenn, sem keppa í 19 mótum í það minnsta, jafnvel 20 ef mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1

Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman

Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina.

Formúla 1

FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein

FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1

Massa snar í snúningum í Barcelona

Felipe Massa hjá Ferrari var fljótastur þeirra Formúlu 1 ökumanna, sem æfðu á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Massa varð 0.817 úr sekúndu á undan Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1

Hætt við mótshald í Barein 13. mars

Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars.

Formúla 1

Rosberg á Mercedes sneggstur á sunnudagsæfingunni

Nico Rosberg á Mercedes var með besta tíma allra Formúlu 1 ökumanna sem óku á Barcelona brautinni í dag á æfingu Formúlu 1 keppnisliða. Brautin var blaut um tíma, en þornaði smám saman, samkvæmt frétt um æfinguna á autosport.com.

Formúla 1

Meistarinn enn fljótastur í Barcelona

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði í dag besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða í Barcelona annan daginn í röð samkvæmt frétt á autosport.com. Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð 0.204 sekúndum á eftir Vettel í dag.

Formúla 1

Vettel rúmlega sekúndu fljótari en Alonso

Sebastian Vettel á Red Bull var með besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Þrettán ökumenn tóku þátt í akstri um Barcleona brautina, en keppnisliðin æfa næstu þrjá daga til viðbótar á brautinni.

Formúla 1

Nick Heidfeld staðfestur hjá Lotus Renault í stað Kubica

Þjóðverjinn Nick Heidfeld var staðfestur sem ökumaður Lotus Renault í dag, en hann stóð sig vel á æfingum með liðinu á Jerez brautinni á laugardaginn. Náði besta tíma í brautinni. Heidfeld verður staðgengill Robert Kubica, sem er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er samkvæmt dagskrá í Barein 13. mars.

Formúla 1

Vettel til í að keppa með Ferrari

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðnni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com.

Formúla 1

Jean Todt, forseti FIA, átti fund með forseta Íslands

Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009.

Formúla 1

Barrichello náði besta tíma á lokadegi æfinga á Jerez brautinni

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Williams náði besta tíma á lokadegi æfinga Formúlu 1 liða á Jerez brautinni á Spáni í dag. Keppnislið hafa æft þar frá því á fimmtudag. Japaninn Kamui Kobayashi á Sauber var með næsta besta tíma í dag, 0.769 sekúndum á eftir Barrichello, samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1