Formúla 1

Sauber liðið ætlar að áfrýja refsingu dómara til FIA

Sauber Kamui Kobayahsi á ferð i Melbourne.
Sauber Kamui Kobayahsi á ferð i Melbourne. Mynd: Getty Images
James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni.

Ökumenn Sauber luku keppni í sjöunda og áttunda sæti og Perez var að keppa í sínu fyrsta Formúlu 1 móti.

"Þetta kemur mjög á óvart og er svekkjandi niðurstaða. Það virðist vera álitlamál með útfærslu á efri hluta yfirborðs afturvængjanna. Þetta eru atriði sem hefur tiltölulega lítill áhrif á virkni vængsins. Við erum að skoða hönnun hlutanna til skilja betur stöðuna og ætlum okku að áfrýja niðurstöðu dómaranna", sagði Key í fréttatilkynningu frá Sauber.

Mál þetta er sérlega leiðinlegt þar sem Japaninn Kobayahsi vildi ná góðum árangri í mótinu í Melbourne til að færa löndum sínum í Japan einhverjar jákvæðar fréttir vegna hörmunganna þar í landi. Nú hefur sú gleði væntanlega breyst í svekkelsi, en ef Sauber áfrýjar að þá tekur nokkrar vikur að fá lokaniðurstöðu í málið.

Sjá ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu dómara hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×