Fótbolti

Jón Daði gerði þrennu í fyrri hálf­leik

Jón Daði Böðvarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Bolton Wanderers þegar liðið fékk Harrogate Town í heimsókn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik en leiknum lauk með 5-1 sigri Bolton.

Enski boltinn

UEFA skoðar að stofna Evrópudeild kvenna

UEFA íhugar sterklega að setja á fót Evrópudeild kvenna til hliðar við Meistaradeildina. Málið verður rætt á fundi framkvæmdastjórnar UEFA auk breytinga á núverandi fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Segir Þor­stein ekki rétta manninn til að stýra lands­liðinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. 

Fótbolti

Filipe Luís kveður eftir 20 ára feril

Filipe Luís hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem vinstri bakvörður í gullaldarliði Atlético Madrid, en hann hampaði einnig titlum með Chelsea, Flamengo og brasilíska landsliðinu. 

Fótbolti

Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo

Portúgalska knatt­spyrnu­goð­sögnin Cristiano Ron­aldo stendur frammi fyrir hóp­mál­sókn á hendur sér í Banda­ríkjunum í tengslum við sam­starf sitt við Binance, einn stærsta raf­myntar­markað í heimi. Krefjast stefn­endur þess að Ron­aldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Banda­ríkja­dala í skaða­bætur.

Fótbolti