Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 11:01 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægt verkefni í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Sjá meira
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti