Fótbolti

„Lítil mistök sem drepa okkur“

Logi Hrafn Róbertsson segir Ísland enn eiga góða möguleika á að komast upp úr sínum riðli á EM U19-landsliða í fótbolta, eftir 2-1 tap gegn Spáni í fyrsta leiknum á Möltu í gærkvöld.

Fótbolti

„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki.

Fótbolti

Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 1-2 | Tap í fyrsta leik á EM

Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti.

Fótbolti