Ferguson er mikill áhugamaður um veðreiðar og hefur átt veðhlaupahesta í gegnum tíðina.
Í nóvember á síðasta ári vann einn þeirra, Spirit Dancer, mót í Barein, Ferguson til mikillar ánægju, svo mikillar að hann meiddist í fagnaðarlátunum.
„Ég braut rifbein!“ sagði Ferguson sem fagnaði sigrinum með vini sínum, Ged Mason, sem á Spirit Dancer með Skotanum.
„Ged greip mig og við hoppuðum upp og niður. Ég kallaði: Ged! Ged! Ged! Og það var langt frá markinu,“ sagði Ferguson.
„Þetta var besta augnablik mitt í veðreiðum, engin spurning,“ bætti hann við.