Fótbolti

Messi mun fara ókeypis í sumar

Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans.

Fótbolti

„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“

Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum.

Enski boltinn

„Mér finnst við eiga mikið inni“

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.

Fótbolti

„Haaland er einstakur“

Erling Braut Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrítugasta og fimmta mark sitt á leiktíðinni í 3-0 sigri Manchester City gegn West Ham. Pep Guardiola segir Norðmanninn einstakan leikmann.

Enski boltinn

Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn

KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum.

Fótbolti

Risasigur hjá Sveini Aroni og Hákoni

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg sem vann 6-1 stórsigur í sænsku deildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum.

Fótbolti