„Ég er enginn dýrlingur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:31 Vinicius Junior fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Yasser Bakhsh Vinícius Júnior var allt í öllu þegar Real Madrid fór illa með Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi en Real liðið vann leikinn á endanum 4-1. Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius. Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius.
Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira