Fótbolti

Sjáðu mörk Real gegn Chelsea og rauða spjaldið

Evrópumeistarar Real Madrid eru í góðum málum í einvígi sínu við Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, eftir 2-0 heimasigur í gær. Mikil spenna er  í einvígi AC Milan og Napoli eftir 1-0 heimasigur Milan.

Fótbolti

Vindurinn stendur undir nafni

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla.

Íslenski boltinn

„Fannst þeir fara miklu oftar upp bak­við Kenni­e“

Lárus Orri Sigurðsson leikgreindi viðureign KA og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni að leik loknum. Farið var yfir sóknarleik heimamanna í leiknum en þær fóru flestar upp vinstri vænginn, í svæðið sem Kennie Chopart – hægri bakvörður KR – hafði skilið eftir á bakvið sig.

Íslenski boltinn

Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos

Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans.

Fótbolti

Liverpool dregur sig úr kapphlaupinu um Bellingham

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mun ekki reyna að kaupa ungstirnið Jude Bellingham frá Borussia Dortmund í sumar þar sem hár verðmiði myndi gera félaginu erfitt fyrir að endurbyggja liðið sem Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er með í höndunum.

Fótbolti

Sveindís tryggði stelpunum okkar sigur í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-2 útisigur er liðið mætti Sviss í æfingaleik ytra í dag. Þetta var seinni leikur liðsins í yfirstandandi landsliðsglugga en liðið gerði jafntefli við Nýja-Sjáland fyrir helgi.

Fótbolti

Leikur KR og Keflavíkur færður

Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður.

Íslenski boltinn

EM-fararnir enduðu á jafntefli við Úkraínu

Íslensku stelpurnar í U19-landsliðinu í fótbolta höfðu þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM þegar þær mættu Úkraínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni í Danmörku í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti