Átta prósent líkur United í kvöld en Orri mun líklegri Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 14:00 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við United-menn á Parken, þar sem FCK vann frækinn 4-3 sigur. Getty/Jan Christensen Manchester United-menn halda í veika von um að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þeir þurfa meðal annars hjálp frá Orra Steini Óskarssyni og félögum í FC Kaupmannahöfn. Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira
Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins.
Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira