Fótbolti

Gravesen í tveggja leikja bann

Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla voru úrskurðaðir í leikbann af Aga- og Úrskurðarnefnd KSÍ eftir fund í gær. Daninn Peter Gravesen hjá Fylki fékk tveggja leikja bann eftir að hafa fengið 8 áminningar í sumar.

Íslenski boltinn

Ronaldo orðaður við Flamengo

Fjölmiðlar í Brasilíu slá því föstu að framherjinn Ronaldo muni ganga í raðir Flamengo í heimalandinu um leið og hann nær sér eftir hnéuppskurð. Samningur Ronaldo við AC Milan rann út í sumar og sagt er að hann hafi þegar samþykkt að snúa aftur til heimalandsins eftir 15 ára fjarveru.

Fótbolti

Totti með nýjan samning á borðinu

Svo gæti farið að Francesco Totti næði þeim sjaldgæfa áfanga að vera samningsbundinn félagi sínu í aldarfjórðung. Sú verður líklega raunin ef hann skrifar undir nýjan samning sem sagður er liggja á borðinu fyrir hann hjá Roma á Ítalíu.

Fótbolti

Gerrard ætti að ná leiknum við United

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vongóður um að fyrirliðinn Steven Gerrard verði búinn að ná sér af nárameiðslum sínum þegar liðið mætir erkifjendum sínum í Manchester United þann 13. september.

Enski boltinn

Berbatov: Var ekki að eltast við peninga

Framherjinn Dimitar Berbatov segir að hann hafi ekki verið að eltast við peninga þegar hann ákvað að ganga í raðir Manchester United - hann hafi fyrst og fremst langað að spila fyrir stærsta knattspyrnufélag í heimi.

Enski boltinn

Konan fékk leiða á að hafa mig heima

Skagamenn eygja veika von um að forðast fall úr Landsbankadeildinni. Þeir unnu aðeins sinn annan leik í sumar gegn Val á dögunum. Þar fór á kostum gamla brýnið Kári Steinn Reynisson sem hefur tekið skóna niður úr hillunni líkt og Pálmi Haraldsson.

Íslenski boltinn

West Ham að styrkja sig

West Ham hefur fengið ítalska sóknarmanninn David di Michele og Kongómanninn Herita Ilunga á lánssamningum út tímabilið. Enska knattspyrnusambandið á þó enn eftir að staðfesta skiptin.

Enski boltinn

Framtíð Keegan í óvissu - Hefur ekki verið rekinn

Framtíð Kevin Keegan sem knattspyrnustjóri Newcastle er í mikilli óvissu. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla er Keegan hættur hjá félaginu. Stjórn Newcastle hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að hann hafi ekki verið rekinn.

Enski boltinn

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Fótbolti

Leikmenn keyptir fyrir 75 milljarða

Félögin í ensku úrvalsdeildinni settu nýtt met í sumar þegar keyptir voru leikmenn fyrir 75 milljarða króna. Þetta er um 5 milljörðum hærri tala en verslað var fyrir í síðasta glugga.

Enski boltinn

Larsson ber fyrirliðabandið í 100. leiknum

Framherjinn Henrik Larsson mun verða fyrirliði sænska landsliðsins þegar það sækir Albani heim í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á laugardaginn. Þetta verður 100. landsleikur þessa frábæra markaskorara.

Fótbolti

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Fótbolti

Guðmundur Steinarsson í landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Guðmund Steinarsson úr Keflavík í hóp sinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM og kemur hann inn í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur.

Íslenski boltinn

Riise skrifaði stuðningsmönnum Liverpool

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins. Þar þakkar varnarmaðurinn "bestu stuðningsmönnum í heimi" fyrir stuðninginn í þau sjö ár sem hann spilaði með Liverpool.

Enski boltinn

Ramos ósáttur við félagaskiptagluggann

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir að félagaskiptaglugginn á Englandi ætti að lokast fyrir byrjun keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir hann hafa truflandi áhrif á lið og leikmenn í deildinni.

Enski boltinn