Enski boltinn

Býður City 20 milljarða í Ronaldo í janúar?

Sulaiman Al-Fahim ætlar sér stóra hluti með City
Sulaiman Al-Fahim ætlar sér stóra hluti með City

Sulaiman Al-Fahim, eigandi Manchester City, segir ekkert því til fyrirstöðu að félagið geri grönnum sínum í Manchester United stjarnfræðilegt kauptilboð í Cristiano Ronaldo í janúar.

"Ronaldo segist vilja spila fyrir stærsta félag í heimi. Við skulum sjá hvort honum er alvara með þetta í janúar," sagði Al-Fahim í viðtalinu.

"Real Madrid áætlaði að Ronaldo myndi kosta rúma 13 milljarða, en ég hugsa að hann kosti nær 20 milljörðum. En af hverju ekki? Við verðum stærsta félag í heimi - stærra en bæði Manchester United og Real Madrid," sagði Al-Fahim.

Eigandinn undirstrikaði áætlanir ADUG-hópsins sem keypti City og segir metnaðinn gríðarlegan. Hann hefur tekið saman óskalista leikmanna sem hann vill fá til City og þar eru nöfn á borð við Fernando Torres hjá Liverpool og Cesc Fabregas hjá Arsenal.

"Við ætlum ekki bara að kaupa einhverja leikmenn, en við munum reyna að ná í bestu leikmenn í heimi ef knattspyrnustjórinn hefur áhuga á þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×