Erlent

56 látnir í kuldakastinu í Norður-Ameríku

Að minnsta kosti 28 hafa látið lífið í vesturhluta New York ríkis í óveðrinu sem gengið hefur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Dæmi eru um að fólk hafi verið fast í bílum sínum í rúma tvo sólarhringa.

Erlent

27 látin í Buffalo í hríðarbyl

Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. 

Erlent

Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land.

Erlent

Sau­tján látnir í Japan vegna fann­fergis

Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum.

Erlent

Syngjandi jólalottó Spánverja

Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar.

Erlent

Segir Rússa reiðubúna til að semja

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu.

Erlent

Milljónir Banda­ríkja­manna stranda­glópar

Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu.

Erlent

Níu látnir í Banda­ríkjunum vegna veðurs

Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs.

Erlent

Átök eftir mannskæða skotárás í París

Lögregluþjónar beittu táragasi gegn mótmælendum sem komu saman í París í dag eftir að eldri maður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar í menningarmiðstöð Kúrda í borginni. Þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á vettvang braust út mikil reiði meðal fólks sem hafði komið þar saman.

Erlent

Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa

Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna.

Erlent

Afmá úkraínska menningu í Maríupól

Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í Maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna.

Erlent

Trump sagður hafa kveikt upp­reisnar­bálið

Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur.

Erlent