Erlent Gangast við miklum fjölda smita en ekki fjölda dauðsfalla Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst. Erlent 9.1.2023 07:30 Bandarískir bændur fá leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína Bændur í Bandaríkjunum hafa unnið sigur í baráttunni gegn einum stærsta framleiðanda landbúnaðarvéla í heiminum og munu héðan í frá geta gert við eigin traktora eða látið gera við þá á verkstæðum sem eru ekki í eigu Deere & Co. Erlent 9.1.2023 06:59 Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Erlent 8.1.2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. Erlent 8.1.2023 19:50 Stúlkurnar sem létust í Spydeberg voru tvíburasystur Stúlkurnar sem fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt voru sextán ára tvíburasystur. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi vegna málsins. Erlent 8.1.2023 19:20 Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Erlent 8.1.2023 14:30 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í tengslum við dauða tveggja unglingsstúlkna Tvær stúlkur á táningsaldri fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt. Sú þriðja var flutt á sjúkrahús og karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Erlent 8.1.2023 11:18 Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum. Erlent 7.1.2023 20:50 Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Erlent 7.1.2023 16:00 Fréttamenn handteknir vegna myndbands sem sýnir forsetann bleyta buxurnar Sex fréttamenn hafa verið handteknir í Suður-Súdan vegna meintra tengsla þeirra við myndskeið sem virðist sýna forseta landsins bleyta buxur sínar á opinberum viðburði. Erlent 7.1.2023 15:54 McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri. Erlent 7.1.2023 07:56 McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Erlent 6.1.2023 21:42 McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag. Erlent 6.1.2023 15:13 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Erlent 6.1.2023 10:54 Einn látinn eftir að byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Noregi Starfsmaður verslunar er látinn eftir að sextíu metra hár byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Melhus í Þrándalögum í Noregi í morgun. Erlent 6.1.2023 10:42 Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu. Erlent 6.1.2023 10:35 Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Erlent 6.1.2023 08:58 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Erlent 6.1.2023 08:56 Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Erlent 6.1.2023 07:48 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Erlent 5.1.2023 15:47 Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Erlent 5.1.2023 15:46 Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. Erlent 5.1.2023 14:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. Erlent 5.1.2023 14:00 Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02 Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50 Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25 Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00 ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44 « ‹ 201 202 203 204 205 206 207 208 209 … 334 ›
Gangast við miklum fjölda smita en ekki fjölda dauðsfalla Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst. Erlent 9.1.2023 07:30
Bandarískir bændur fá leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína Bændur í Bandaríkjunum hafa unnið sigur í baráttunni gegn einum stærsta framleiðanda landbúnaðarvéla í heiminum og munu héðan í frá geta gert við eigin traktora eða látið gera við þá á verkstæðum sem eru ekki í eigu Deere & Co. Erlent 9.1.2023 06:59
Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Erlent 8.1.2023 22:55
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. Erlent 8.1.2023 19:50
Stúlkurnar sem létust í Spydeberg voru tvíburasystur Stúlkurnar sem fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt voru sextán ára tvíburasystur. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi vegna málsins. Erlent 8.1.2023 19:20
Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Erlent 8.1.2023 14:30
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í tengslum við dauða tveggja unglingsstúlkna Tvær stúlkur á táningsaldri fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt. Sú þriðja var flutt á sjúkrahús og karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Erlent 8.1.2023 11:18
Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum. Erlent 7.1.2023 20:50
Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Erlent 7.1.2023 16:00
Fréttamenn handteknir vegna myndbands sem sýnir forsetann bleyta buxurnar Sex fréttamenn hafa verið handteknir í Suður-Súdan vegna meintra tengsla þeirra við myndskeið sem virðist sýna forseta landsins bleyta buxur sínar á opinberum viðburði. Erlent 7.1.2023 15:54
McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Repúblikaninn Kevin McCarthy hefur verið kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir alls fimmtán tilraunir til að ná kjöri. Hópur Repúblikana, yst á hægri væng flokksins, hafði komið í veg fyrir að McCarthy næði kjöri. Erlent 7.1.2023 07:56
McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Erlent 6.1.2023 21:42
McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag. Erlent 6.1.2023 15:13
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Erlent 6.1.2023 10:54
Einn látinn eftir að byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Noregi Starfsmaður verslunar er látinn eftir að sextíu metra hár byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Melhus í Þrándalögum í Noregi í morgun. Erlent 6.1.2023 10:42
Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu. Erlent 6.1.2023 10:35
Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Erlent 6.1.2023 08:58
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Erlent 6.1.2023 08:56
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Erlent 6.1.2023 07:48
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Erlent 5.1.2023 15:47
Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Erlent 5.1.2023 15:46
Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. Erlent 5.1.2023 14:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. Erlent 5.1.2023 14:00
Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02
Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25
Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00
ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44