Erlent Ellefu slösuðust alvarlega í mikilli ókyrrð í lofti Að minnsta kosti þrjátíu og sex slösuðust og þar af ellefu alvarlega eftir að Airbus farþegaþota frá Hawaian Airlines á leið frá Phoenix í Arizona til Hawaii lenti í mikilli ókyrrð í lofti. Erlent 19.12.2022 08:26 Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. Erlent 19.12.2022 08:21 Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. Erlent 19.12.2022 08:05 Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. Erlent 19.12.2022 06:31 Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18 Auglýsingaherferð sýnir glæstan lífsstíl rússneskra hermanna Ný auglýsingaherferð Rússa sýnir ungan mann kaupa sér glænýjan bíl fyrir peningana sem hann fékk fyrir þátttöku í innrásinni í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi halda áfram að sækja fleira fólk í herinn þrátt fyrir að hafa sagt að til væri feykinóg af hermönnum. Erlent 18.12.2022 18:53 Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Erlent 18.12.2022 14:30 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. Erlent 17.12.2022 16:48 Kona lést í troðningi á tónleikum í London Kona á fertugsaldri lést í troðningi á tónleikum í O2 höllinni í London í gær. Alls voru átta fluttir á spítala alvarlega slasaðir. Erlent 17.12.2022 15:39 Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þingnefnd, sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar, muni leggja til að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður vegna þáttar hans í atlögunni. Erlent 17.12.2022 10:01 Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna. Erlent 16.12.2022 19:06 Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Erlent 16.12.2022 14:37 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Erlent 16.12.2022 10:47 Risastórt fiskabúr á Radisson í Berlín sprakk Sextán metra hátt fiskabúr á Radisson Blu-hótelinu í Berlín í Þýskalandi sprakk í morgun. Allir fimmtán hundruð fiskarnir sem voru í búrinu hrundu niður á gólf hótelsins. Tveir einstaklingar slösuðust eftir sprenginguna vegna glerbrota. Erlent 16.12.2022 09:01 Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Erlent 16.12.2022 09:00 Mannskæð aurskriða í Malasíu Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri er saknað eftir að aurskriða hreif með sér tjaldsvæði í Selangor héraði í Malasíu í gær. Erlent 16.12.2022 08:24 Tíu látnir eftir eldsvoða skammt frá Lyon Tíu eru látnir, þar af fimm börn, eftir eldsvoða sem varð í átta hæða íbúðahúsi í úthverfi frönsku stórborginnarinnar Lyon í austurhluta landsins í nótt. Erlent 16.12.2022 06:41 Þúsundir skjala um morðið á Kennedy birt Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað að þúsundir skjala um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hingað til hafi verið óaðgengileg almenningi, skuli birt. Erlent 16.12.2022 06:29 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. Erlent 15.12.2022 23:54 Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Erlent 15.12.2022 23:05 Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Erlent 15.12.2022 19:59 Gríðarlegur gámaveggur veldur usla Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda. Erlent 15.12.2022 13:44 Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Erlent 15.12.2022 11:23 Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. Erlent 15.12.2022 09:03 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Erlent 15.12.2022 07:52 Breskir hjúkrunarfræðingar leggja niður störf Umfangsmestu verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga í sögunni hefjast klukkan átta þegar hjúkrunarfræðingar í Englandi, Wales og Norður-Írlandi munu leggja niður störf. Erlent 15.12.2022 06:36 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Erlent 14.12.2022 20:16 Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Erlent 14.12.2022 14:02 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Erlent 14.12.2022 11:53 « ‹ 207 208 209 210 211 212 213 214 215 … 334 ›
Ellefu slösuðust alvarlega í mikilli ókyrrð í lofti Að minnsta kosti þrjátíu og sex slösuðust og þar af ellefu alvarlega eftir að Airbus farþegaþota frá Hawaian Airlines á leið frá Phoenix í Arizona til Hawaii lenti í mikilli ókyrrð í lofti. Erlent 19.12.2022 08:26
Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. Erlent 19.12.2022 08:21
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. Erlent 19.12.2022 08:05
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. Erlent 19.12.2022 06:31
Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18
Auglýsingaherferð sýnir glæstan lífsstíl rússneskra hermanna Ný auglýsingaherferð Rússa sýnir ungan mann kaupa sér glænýjan bíl fyrir peningana sem hann fékk fyrir þátttöku í innrásinni í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi halda áfram að sækja fleira fólk í herinn þrátt fyrir að hafa sagt að til væri feykinóg af hermönnum. Erlent 18.12.2022 18:53
Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Erlent 18.12.2022 14:30
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. Erlent 17.12.2022 16:48
Kona lést í troðningi á tónleikum í London Kona á fertugsaldri lést í troðningi á tónleikum í O2 höllinni í London í gær. Alls voru átta fluttir á spítala alvarlega slasaðir. Erlent 17.12.2022 15:39
Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þingnefnd, sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar, muni leggja til að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður vegna þáttar hans í atlögunni. Erlent 17.12.2022 10:01
Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna. Erlent 16.12.2022 19:06
Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Erlent 16.12.2022 14:37
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Erlent 16.12.2022 10:47
Risastórt fiskabúr á Radisson í Berlín sprakk Sextán metra hátt fiskabúr á Radisson Blu-hótelinu í Berlín í Þýskalandi sprakk í morgun. Allir fimmtán hundruð fiskarnir sem voru í búrinu hrundu niður á gólf hótelsins. Tveir einstaklingar slösuðust eftir sprenginguna vegna glerbrota. Erlent 16.12.2022 09:01
Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Erlent 16.12.2022 09:00
Mannskæð aurskriða í Malasíu Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri er saknað eftir að aurskriða hreif með sér tjaldsvæði í Selangor héraði í Malasíu í gær. Erlent 16.12.2022 08:24
Tíu látnir eftir eldsvoða skammt frá Lyon Tíu eru látnir, þar af fimm börn, eftir eldsvoða sem varð í átta hæða íbúðahúsi í úthverfi frönsku stórborginnarinnar Lyon í austurhluta landsins í nótt. Erlent 16.12.2022 06:41
Þúsundir skjala um morðið á Kennedy birt Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað að þúsundir skjala um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hingað til hafi verið óaðgengileg almenningi, skuli birt. Erlent 16.12.2022 06:29
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. Erlent 15.12.2022 23:54
Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Erlent 15.12.2022 23:05
Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Erlent 15.12.2022 19:59
Gríðarlegur gámaveggur veldur usla Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda. Erlent 15.12.2022 13:44
Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Erlent 15.12.2022 11:23
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. Erlent 15.12.2022 09:03
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Erlent 15.12.2022 07:52
Breskir hjúkrunarfræðingar leggja niður störf Umfangsmestu verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga í sögunni hefjast klukkan átta þegar hjúkrunarfræðingar í Englandi, Wales og Norður-Írlandi munu leggja niður störf. Erlent 15.12.2022 06:36
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Erlent 14.12.2022 20:16
Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Erlent 14.12.2022 14:02
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Erlent 14.12.2022 11:53