Erlent

Camilo Guevara er látinn

Camilo Guevara, sonur byltingarleiðtogans Che Guevara, er látinn, sextíu ára að aldri. Camilo lést eftir að hafa fengið hjartaáfall vegna blóðtappa í lungum.

Erlent

Putin grætur Gorbachev krókódílatárum

Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn.

Erlent

Os­car Pistorius vill fá reynslu­lausn

Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið.

Erlent

NASA reynir aftur á laugardag

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar.

Erlent

Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á.

Erlent

Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust

Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. 

Erlent

Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir

Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings.

Erlent

Tek­ur ekki á móti nýj­um for­sæt­is­ráð­herr­a í Buck­ing­ham-höll í fyrst­a sinn í sjö­tí­u ár

Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar.

Erlent

Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera.

Erlent

Aldar­fjórðungur frá dauða Díönu

Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar.

Erlent

Breskir lestarstarfsmenn boða sólarhringsverkfall

Breskir lestarstarfsmenn hafa ákveðið að fara í sólarhringslangt verkfall 26. september næstkomandi vegna bágra kjara. Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa ítrekað lagt niður störf undanfarna mánuði vegna lágra launa, lítils starfsöryggis og aðstæðna á vinnustað. 

Erlent

„Greiddi leiðina fyrir frjálsa Evrópu“

Leiðtogar þjóða og alþjóðastofnana, núverandi og fyrrverandi, víðs vegar um heim hafa minnst Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gær, 91 árs að aldri.

Erlent

Ní­tján látin og barns með albín­isma enn saknað

Árás átti sér stað við lögreglustöð á Madagaskar í gær þar sem nítján eru sagðir hafa látið lífið af völdum lögreglu og tuttugu og einn særst. Hópur fólks er sagður hafa reynt að ráðast inn á lögreglustöð í bænum Ikongo.

Erlent

Míkhaíl Gorbatsjov er látinn

Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 

Erlent

Rússar muni skrúfa fyrir gas­flæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný

Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma.

Erlent

Skoða leiðir til að endurheimta Namibíufé

Graham Hopwood framkvæmdastjóri IPPR í Namibíu greindi í dag frá því að samtökin og Íslandsdeild Transparency International hafi tekið höndum saman og séu nú að kanna leiðir til sækja þá fjármuni sem „hafi verið teknir út úr Namibíu“ vegna umsvifa Samherja þar í landi.

Erlent

Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS

Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti.

Erlent

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.

Erlent

Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína.

Erlent