Búa sig undir ákæru á hendur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 14:01 Lögregluþjónar fyrir utan dómshúsið í New York í morgun. Yfirvöld í borginni óttast mótmæli verði forsetinn fyrrverandi ákærður í dag eða á næstu dögum. AP/Eduardo Munoz Alvarez Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður mögulega ákærður í dag eða á næstu dögum, fyrir brot á lögum um kosningar. Hann yrði fyrsti fyrrverandi forseti til að verða ákærður en Trump hefur sjálfur kallað eftir umfangsmiklum mótælum og Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnunum. Borgaryfirvöld í New York eru sögð undirbúa sig fyrir mögulega handtöku Trumps og möguleg mótmæli vegna þeirra. Það er þó alveg óljóst hvort Trump verði ákærður í dag eða hvort hann verði ákærður yfir höfuð. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi komu saman í New York í gær til að mótmæla mögulegri handtöku Trumps. Mótmælin voru þó frekar fámenn, að fréttamönnum, ljósmyndurum og myndatökumönnum undanskildum. It s just a bunch of cameras taking picture of a guy who is putting on a rat suit next to a guitar with the words Hang Fauci on it. This was supposed to start a half hour ago. pic.twitter.com/MRekxqs05Z— Ben Collins (@oneunderscore__) March 20, 2023 Trump sagði frá því á laugardaginn að hann ætti von á því að verða handtekinn í dag, þriðjudag. Í færslum á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, vísaði Trump í „ólöglega leka“ en að öðru leyti sagði hann ekki hvers vegna hann ætti von á handtöku í dag. Sjá einnig: Trump segir að hann verði handtekinn Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, hefur undanfarið rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Storym Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að rannsókn ákærudómstólsins sé langt á veg komin. Stuðningsmenn Trumps nærri Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída.AP/Lynne Sladky Bragg hefur myndað ákærudómstól með málið til rannsóknar um nokkuð skeið og hefur það verið skoðað af ákærudómstól. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn hefur verið að skoða hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslu til fyrrverandi klámleikkonunnar Stephanie Clifford (Stormy Daniels). Gæti reynst erfitt að sakfella Trump Til að sakfella Trump þyrfti Bragg að sýna fram á að Trump hafi endurgreitt Cohen og að hann hafi falsað gögn til að fela brot á lögum um kosningar, samkvæmt frétt New York Times. Tekið er fram í frétt NYT að málið sé ekki einfalt og að bæði yfirkjörstjórn og alríkissaksóknarar hafi rannsakað málið og ákveðið ákæra ekki. Trump hefur neitað því að hafa sængað hjá Clifford og segist ekkert hafa gert af sér. Í fyrstu sagðist hann ekkert vita um greiðsluna til hennar en síðar meir leit upptaka dagsins ljós þar sem heyra mátti hann og Cohen tala um greiðsluna. Trump stendur einnig frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu og þá vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Þar hefur ákærudómstóll verið að skoða hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Fregnir hafa borist af því að meðlimir ákærudómstólsins lögðu til að ákærur yrðu gefnar út. Ekki er vitað hverjir yrðu ákærðir samkævmt þeim tillögum en ákvörðunin um ákærur er á höndum Fani T. Willis, héraðssaksóknara í Fultonsýslu. Verja Trump enn eina ferðina Repúblikanar hafa margir brugðist reiðir við fregnum af mögulegri ákæru í New York. Aðrir hafa séð tækifæri til að reyna að slíta Repúblikanaflokkinn frá Trump. Slík tækifæri hafa verið fjölmörg í gegnum árin og hafa nokkrir reynt, án árangurs. Tangarhald Trumps á flokknum virtist lausast eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, núverandi forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og aðrir bandamennhans á þingi komu Trump þó til bjargar. Það var eftir að McCarthy sagði Trump bera ábyrgð á árásinni og spurði aðra þingmenn hvort hann ætti kalla eftir afsögn Trumps. Við það mun Trump hafa kallað McCarthy „ræfil“ (e. pussy). Skömmu síðar var McCarthy þó farinn til Flórída þar sem hann leitaði á náðir forsetans fyrrverandi. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar hafa Repúblikanar alltaf fylgt liði bakvið Trump, aftur og aftur. Skoðanakannanir benda til þess að hann sé líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, á enn eftir að lýsa því formlega yfir að hann sækist eftir tilnefningunni. Aðrir líklegir frambjóðendur eins og Mike Pence, Chris Christie og Chris Sununu hafa allir sagt eða gefið til kynna að verið sé að koma óheiðarlega fram við Trump. Repúblikanar hafa verið gjarnir á að gagnrýna Bragg fyrir að rannsaka Trump en ekki það sem þeir kalla „alvarlegri glæpi“ og þá hafa þeir einnig reynt að bendla Bragg við George Soros, auðjöfur og góðgerðarmaður frá Ungverjalandi sem er vinnsælt skotmark samsæringa og íhaldsmanna. Ron DeSantis sló á svipaða strengi í gær en skaut samhliða á Trump og sagðist ekki alveg átta sig á því hvað fælist í því að borga klámstjörnu fyrir að þaga um framhjáhald. Fáir hafa þó staðið þéttar við bakið á Trump í þessu máli en McCarthy. Hann og aðrir í fulltrúadeildinni tala gjarnan um pólitískar ofsóknir og hafa heitið því að stofna þingnefnd til að rannsaka Bragg. Repúblikanar sendu honum bréf í gær þar sem þeir kröfðust allra gagna og skjala sem sneru að „fordæmalausri valdmisbeitingu valds saksóknara“, eins og þeir kölluðu mögulega ákæru gegn Trump. McCarthy hefur þó sagt að hann vilji ekki að fólk mótmæli, verði Trump ákærður. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York eru sögð undirbúa sig fyrir mögulega handtöku Trumps og möguleg mótmæli vegna þeirra. Það er þó alveg óljóst hvort Trump verði ákærður í dag eða hvort hann verði ákærður yfir höfuð. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi komu saman í New York í gær til að mótmæla mögulegri handtöku Trumps. Mótmælin voru þó frekar fámenn, að fréttamönnum, ljósmyndurum og myndatökumönnum undanskildum. It s just a bunch of cameras taking picture of a guy who is putting on a rat suit next to a guitar with the words Hang Fauci on it. This was supposed to start a half hour ago. pic.twitter.com/MRekxqs05Z— Ben Collins (@oneunderscore__) March 20, 2023 Trump sagði frá því á laugardaginn að hann ætti von á því að verða handtekinn í dag, þriðjudag. Í færslum á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, vísaði Trump í „ólöglega leka“ en að öðru leyti sagði hann ekki hvers vegna hann ætti von á handtöku í dag. Sjá einnig: Trump segir að hann verði handtekinn Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, hefur undanfarið rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Storym Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að rannsókn ákærudómstólsins sé langt á veg komin. Stuðningsmenn Trumps nærri Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída.AP/Lynne Sladky Bragg hefur myndað ákærudómstól með málið til rannsóknar um nokkuð skeið og hefur það verið skoðað af ákærudómstól. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn hefur verið að skoða hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslu til fyrrverandi klámleikkonunnar Stephanie Clifford (Stormy Daniels). Gæti reynst erfitt að sakfella Trump Til að sakfella Trump þyrfti Bragg að sýna fram á að Trump hafi endurgreitt Cohen og að hann hafi falsað gögn til að fela brot á lögum um kosningar, samkvæmt frétt New York Times. Tekið er fram í frétt NYT að málið sé ekki einfalt og að bæði yfirkjörstjórn og alríkissaksóknarar hafi rannsakað málið og ákveðið ákæra ekki. Trump hefur neitað því að hafa sængað hjá Clifford og segist ekkert hafa gert af sér. Í fyrstu sagðist hann ekkert vita um greiðsluna til hennar en síðar meir leit upptaka dagsins ljós þar sem heyra mátti hann og Cohen tala um greiðsluna. Trump stendur einnig frammi fyrir mögulegri ákæru í Georgíu og þá vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Þar hefur ákærudómstóll verið að skoða hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Fregnir hafa borist af því að meðlimir ákærudómstólsins lögðu til að ákærur yrðu gefnar út. Ekki er vitað hverjir yrðu ákærðir samkævmt þeim tillögum en ákvörðunin um ákærur er á höndum Fani T. Willis, héraðssaksóknara í Fultonsýslu. Verja Trump enn eina ferðina Repúblikanar hafa margir brugðist reiðir við fregnum af mögulegri ákæru í New York. Aðrir hafa séð tækifæri til að reyna að slíta Repúblikanaflokkinn frá Trump. Slík tækifæri hafa verið fjölmörg í gegnum árin og hafa nokkrir reynt, án árangurs. Tangarhald Trumps á flokknum virtist lausast eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, núverandi forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og aðrir bandamennhans á þingi komu Trump þó til bjargar. Það var eftir að McCarthy sagði Trump bera ábyrgð á árásinni og spurði aðra þingmenn hvort hann ætti kalla eftir afsögn Trumps. Við það mun Trump hafa kallað McCarthy „ræfil“ (e. pussy). Skömmu síðar var McCarthy þó farinn til Flórída þar sem hann leitaði á náðir forsetans fyrrverandi. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar hafa Repúblikanar alltaf fylgt liði bakvið Trump, aftur og aftur. Skoðanakannanir benda til þess að hann sé líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, á enn eftir að lýsa því formlega yfir að hann sækist eftir tilnefningunni. Aðrir líklegir frambjóðendur eins og Mike Pence, Chris Christie og Chris Sununu hafa allir sagt eða gefið til kynna að verið sé að koma óheiðarlega fram við Trump. Repúblikanar hafa verið gjarnir á að gagnrýna Bragg fyrir að rannsaka Trump en ekki það sem þeir kalla „alvarlegri glæpi“ og þá hafa þeir einnig reynt að bendla Bragg við George Soros, auðjöfur og góðgerðarmaður frá Ungverjalandi sem er vinnsælt skotmark samsæringa og íhaldsmanna. Ron DeSantis sló á svipaða strengi í gær en skaut samhliða á Trump og sagðist ekki alveg átta sig á því hvað fælist í því að borga klámstjörnu fyrir að þaga um framhjáhald. Fáir hafa þó staðið þéttar við bakið á Trump í þessu máli en McCarthy. Hann og aðrir í fulltrúadeildinni tala gjarnan um pólitískar ofsóknir og hafa heitið því að stofna þingnefnd til að rannsaka Bragg. Repúblikanar sendu honum bréf í gær þar sem þeir kröfðust allra gagna og skjala sem sneru að „fordæmalausri valdmisbeitingu valds saksóknara“, eins og þeir kölluðu mögulega ákæru gegn Trump. McCarthy hefur þó sagt að hann vilji ekki að fólk mótmæli, verði Trump ákærður.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44
„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44
DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44