Erlent

Raðmorðingi á kreiki í Bilbao

Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans.

Erlent

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn

Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. 

Erlent

Reynslulaus farþegi lenti flugvél

Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni.

Erlent

Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám

Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika.

Erlent

Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni

Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur.

Erlent

Ný­sjá­lendingar flýta frekari opnun landsins

Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt að fyrirhugaðri opnun landsins fyrir ferðamenn verði flýtt um tvo mánuði. Landamærin hafa stórum hluta verið lokuð fyrir ferðamönnum síðan í mars 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Erlent