Erlent

Réttar­höld vegna hryðju­verkanna í París hafin

Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina.

Erlent

Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag

Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna.

Erlent

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Erlent

Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu

Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla.

Erlent

Talibanar skipa bráðabirgðastjórn

Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina.

Erlent

Hækkar skatta vegna Covid-19

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála.

Erlent

Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl

Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði.

Erlent

Skaut fjölskyldu til bana: „Hann er illskan holdi klædd“

Maður sem skaut heila fjölskyldu til bana í Flórída um helgina hefur ekki sagt af hverju hann framdi ódæðið að öðru leyti en að guð hafi sagt honum að gera það. Bryan Riley er sakaður um að hafa myrt par, þriggja mánaða son þeirra og ömmu barnsins á sunnudagskvöldið.

Erlent

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Erlent

Smá­steinum kastað í Tru­deau

Smásteinum var kastað í kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau eftir heimsókn hans í brugghús í gær en hann stendur nú í miðri kosningabaráttu. Trudeau var á leið aftur í rútu sína þegar mótmælandur létu smásteina rigna yfir forsætisráðherrann.

Erlent

Fjöl­miðla­mógúll mildar lofts­lag­s­af­neitun

Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál.

Erlent

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Erlent

Lofar andspyrnu gegn Talibönum

Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram.

Erlent

Hattur með erfða­efni Napóleons til sölu

Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér.

Erlent

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir

Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Erlent

Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota

Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur.

Erlent