Erlent

Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan

Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum.

Erlent

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Erlent

Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19

Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni.

Erlent

Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur

Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni.

Erlent

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili

Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Erlent

Ný eldflaug sprakk í loft upp í fyrsta geimskotinu

Alpha, ný eldflaug bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace, sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak frá Kaliforníu í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft en fyrirtækið hefur unnið að þróun þeirra í nokkur ár.

Erlent

Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann

Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi.

Erlent

Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum

Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum.

Erlent

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Erlent

Suga hyggst hætta sem for­sætis­ráð­herra

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður Frjálslynda flokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Hann mun því hætta sem forsætisráðherra eftir um ár í embættinu.

Erlent

Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur

Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur.

Erlent

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Erlent

Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember

Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.

Erlent