Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 14:01 Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, vill áfram gegna embætti forsætisráðherra. Hún boðaði til kosninga í byrjun mánaðar. EPA Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og nýstofnaður flokkur hans, Moderaterne, hefur verið á blússandi siglingu í könnunum og mælist nú þriðji stærsti flokkurinn. Sömu sögu er að segja að flokki innflytjendaráðherrans fyrrverandi Inger Støjberg, Danmerkurdemókrata, sem mælist líkt og Moderaterne með tæplega tíu prósenta fylgi í könnunum. Þingkosningarnar fara fram á þriðjudaginn í næstu viku, 1. nóvember, og hafa danskir fréttaskýrendur verið að líkja kosningarnar nú við „Aurskriðukosningarnar 1973“ þar sem 44 prósent kjósenda kusu annan flokk en þeir kusu í kosningunum þar á undan og byltu þar með samsetningunni á þinginu. Í síðustu viku benti skoðanakönnun Electica þannig til að 65 prósent kjósenda hefðu ekki gert upp hug sinn. Það er óvenjulega hátt hlutfall, svo stuttu fyrir kosningar. Jakob Ellemann-Jensen er formaður hægriflokksins Venstre og tók við stöðunni af Lars Løkke Rasmussen.EPA Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þingkosninga þann 5. október, daginn eftir að þing kom saman eftir sumarfrí. Einn stuðningsflokka ríkisstjórnar Frederiksen, Radikale Venstre, hafði þá sett forsætisráðherranum þá afarkosti að boða strax til þingkosninga eða þá að vantrauststillaga yrði lögð fram vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að lóga öllum minkum í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd þingsins hafði komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki staðist lög. Ný skoðanakönnun Epinion (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 24,3% (25,9%) Venstre 12,7% (23,4%) Moderaterne 9,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,6% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,0% (7,7%) Einingarlistinn 7,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 7,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,9% (2,4%) Radikale Venstre 4,3% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,4% (8,7%) Valkosturinn 2,2% (3,0%) Endurkoma Løkke Auknar vinsældir Løkke og flokks hans í skoðanakönnunum að undanförnu hafa vakið sérstaka athygli og vilja margir meina að hann eigi raunverulegan möguleika á að setjast aftur í stól forsætisráðherra. Hann var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019, þegar hann var leiðtogi hægriflokksins Venstre. Margir hafa líkt sögu Lars Løkke Rasmussen við sögu Birgitte Nyborg í þáttunum Borgen.EPA Løkke sagði skilið við flokkinn árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Hann tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann lýsir sem miðjuflokki. Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að markmiðið með stofnun flokksins sé að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Í síðustu viku sagði Løkke að hann vildi komast í ríkisstjórn en að ljóst væri að nauðsynlegt væri að Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen yrði hluti af slíkri stjórn. Margir Danir hafa rætt líkindin milli Løkke og stofnun Moderaterne annars vegar og söguþráðs sjónvarpsþáttanna Borgen hins vegar. Aðalpersóna þáttanna er Birgitte Nyborg sem verður forsætisráðherra og segir síðar skilið við flokkinn sinn og stofnar eigin miðjuflokk; De Moderate. Søren Pape Poulsen er formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherraefni flokksins.EPA Danmerkurdemókratar á siglingu Hinn nýi flokkurinn sem hefur verið á siglingu í könnunum eru Danmerkurdemókratar, flokkur Støjberg, sem hefur talað fyrir harðri stefnu í málefnum innflytjenda, auk þess að setja málefni landsbyggðarinnar á oddinn. Flokkurinn mælist nú fjórði stærsti með um níu prósenta fylgi. Støjberg stofnaði flokkinn í sumar og sagði hún að flokkurinn myndi leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókrata, er á hægjum þessa dagana eftir að hafa slasast þegar hún hrasaði yfir hundinn sinn.EPA Støjberg var í desember á síðasta ári dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni, 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og nýstofnaður flokkur hans, Moderaterne, hefur verið á blússandi siglingu í könnunum og mælist nú þriðji stærsti flokkurinn. Sömu sögu er að segja að flokki innflytjendaráðherrans fyrrverandi Inger Støjberg, Danmerkurdemókrata, sem mælist líkt og Moderaterne með tæplega tíu prósenta fylgi í könnunum. Þingkosningarnar fara fram á þriðjudaginn í næstu viku, 1. nóvember, og hafa danskir fréttaskýrendur verið að líkja kosningarnar nú við „Aurskriðukosningarnar 1973“ þar sem 44 prósent kjósenda kusu annan flokk en þeir kusu í kosningunum þar á undan og byltu þar með samsetningunni á þinginu. Í síðustu viku benti skoðanakönnun Electica þannig til að 65 prósent kjósenda hefðu ekki gert upp hug sinn. Það er óvenjulega hátt hlutfall, svo stuttu fyrir kosningar. Jakob Ellemann-Jensen er formaður hægriflokksins Venstre og tók við stöðunni af Lars Løkke Rasmussen.EPA Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þingkosninga þann 5. október, daginn eftir að þing kom saman eftir sumarfrí. Einn stuðningsflokka ríkisstjórnar Frederiksen, Radikale Venstre, hafði þá sett forsætisráðherranum þá afarkosti að boða strax til þingkosninga eða þá að vantrauststillaga yrði lögð fram vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að lóga öllum minkum í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd þingsins hafði komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki staðist lög. Ný skoðanakönnun Epinion (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 24,3% (25,9%) Venstre 12,7% (23,4%) Moderaterne 9,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,6% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,0% (7,7%) Einingarlistinn 7,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 7,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,9% (2,4%) Radikale Venstre 4,3% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,4% (8,7%) Valkosturinn 2,2% (3,0%) Endurkoma Løkke Auknar vinsældir Løkke og flokks hans í skoðanakönnunum að undanförnu hafa vakið sérstaka athygli og vilja margir meina að hann eigi raunverulegan möguleika á að setjast aftur í stól forsætisráðherra. Hann var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019, þegar hann var leiðtogi hægriflokksins Venstre. Margir hafa líkt sögu Lars Løkke Rasmussen við sögu Birgitte Nyborg í þáttunum Borgen.EPA Løkke sagði skilið við flokkinn árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Hann tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann lýsir sem miðjuflokki. Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að markmiðið með stofnun flokksins sé að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Í síðustu viku sagði Løkke að hann vildi komast í ríkisstjórn en að ljóst væri að nauðsynlegt væri að Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen yrði hluti af slíkri stjórn. Margir Danir hafa rætt líkindin milli Løkke og stofnun Moderaterne annars vegar og söguþráðs sjónvarpsþáttanna Borgen hins vegar. Aðalpersóna þáttanna er Birgitte Nyborg sem verður forsætisráðherra og segir síðar skilið við flokkinn sinn og stofnar eigin miðjuflokk; De Moderate. Søren Pape Poulsen er formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherraefni flokksins.EPA Danmerkurdemókratar á siglingu Hinn nýi flokkurinn sem hefur verið á siglingu í könnunum eru Danmerkurdemókratar, flokkur Støjberg, sem hefur talað fyrir harðri stefnu í málefnum innflytjenda, auk þess að setja málefni landsbyggðarinnar á oddinn. Flokkurinn mælist nú fjórði stærsti með um níu prósenta fylgi. Støjberg stofnaði flokkinn í sumar og sagði hún að flokkurinn myndi leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókrata, er á hægjum þessa dagana eftir að hafa slasast þegar hún hrasaði yfir hundinn sinn.EPA Støjberg var í desember á síðasta ári dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni, 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn.
Ný skoðanakönnun Epinion (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 24,3% (25,9%) Venstre 12,7% (23,4%) Moderaterne 9,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,6% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,0% (7,7%) Einingarlistinn 7,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 7,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,9% (2,4%) Radikale Venstre 4,3% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,4% (8,7%) Valkosturinn 2,2% (3,0%)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35