Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 16:01 Rishi Sunak þykir ungur og myndarlegur, svo mjög að bresk blöð hafa gefið honum viðurnefnið Sæti Rishi (e. DIshy Rishi). AP/Frank Augstein Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. Ljóst varð í morgun að Sunak yrði næsti leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að Penny Mordaunt heltist úr lestinni. Sunak var þá einn eftir í kjöri. Hann tekur við flokki sem er klofinn í herðar niður eftir röð hneykslismála og axarskafta undanfarnar vikur og mánuði. Sigur Sunak er merkilegur viðsnúningur fyrir þennan 42 ára gamla þingmann Richmond í Jórvíkurskíri þar sem aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann beið afgerandi ósigur fyrir Liz Truss í leiðtogakjöri í sumar. JUST IN: @RishiSunak has been elected as the Leader of the Conservative Party pic.twitter.com/Oa52WWwFck— Conservatives (@Conservatives) October 24, 2022 Kjörið fór fram eftir að Boris Johnson neyddist til að segja af sér en þar var Sunak örlagavaldur. Forsætisráðherratíð Johnson fjaraði hratt út eftir að Sunak, sem var fjármálaráðherra hans, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sögðu af sér í júlí. Sögðust ráðherrarnir hafa misst traust sitt á Johnson vegna þess hvernig hann tók á ásökunum um kynferðislega áreitni innan stjórnarráðsins. Sunak var þó ekki alsaklaus í þeim hneykslismálum sem plöguðu ríkisstjórn Johnson. Lögreglan í London sektaði Sunak fyrir að brjóta sóttvarnareglur í kórónuveirufaraldrinum með því að vera gestur í samkvæmi á skrifstofu forsætisráðherrans árið 2020. Sunak hélt því fram að hann hefði mætt óvart á teitið og aðeins staldrað stutt við. Sumum íhaldsmönnum finnst að Sunak hafi rekið rýting í bak Boris Johnson (2.f.v.) þegar hann sagði skyndilega af sér í sumar. Hrina afsagna leiddi til þess að ríkisstjórn Johnson sprakk.AP/Matt Dunham Gekk í dýrustu og eftirsóttustu skólana Sunak er fæddur í Southampton á Suður-Englandi árið 1980, sonur hindúa af indverskum ættum sem fæddust í Austur-Afríku. Aldrei áður hefur forsætisráðherra Bretland verið af indverskum ættum. Sunak er sjálfur virkur hindúi en talar sjaldan um trú sína opinberlega. Hann er skipaður forsætisráðherra á Diwali-hátíð hindúa, hátíðar ljóss og nýs upphafs. Fjölskyldan tilheyrði miðstétt. Faðir Sunak var læknir en móðir hans rak apótek. „Ég ólst upp vinnandi í versluninni, að afhenda lyf. Ég vann sem þjónn á indverskum veitingastað neðar í götunni,“ sagði Sunak í framboðsræðu í leiðtogakjörinu í sumar. Þar með lýkur þó tengingu Sunak við líf neðri- og miðstétta á Bretlandi. Þökk sé foreldrum sínum gekk Sunak í Winchester-skólann, einn dýrasta og eftirsóttasta heimavistarskóla landsins þar sem hann blandaði geði við börn hástéttarfólks. Í sjónvarpsmynd frá 2001 sem keppinautar Sunak grófu upp sést hann tala um að hann eigi „vini sem eru aðalsmenn, ég á vini sem eru af efri stétt, ég á vini sem eru, þú veist, af verkamannastétt, eða, ekki af verkamannastétt“. Úr Winchester lá leiðin í Oxford-háskóla þar sem Sunak nam stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði líkt og svo margir fyrri forsætisráðherrar. Seinna nældi hann sér í MBA-gráðu frá Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Sunak kemur úr fjármálageiranum, starfaði fyrir Goldman Sachs og vogunarsjóði. Auðæfi hans og konu hans eru metin á milljarða á milljarða ofan.AP/Daniel Leal-Olivas Talinn einn ríkasti þingmaðurinn Í Bandaríkjunum vann Sunak fyrir fjárfestingabankann Goldman Sachs sem yfirmaður vogunarsjóðs. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Akshötu Murty, dóttur indversks vellauðugs kaupsýslumanns. Saman eiga þau tvö börn. Auðæfi þeirra hafa verið metin á um 730 milljónir punda, jafnvirði hátt í 120 milljarða íslenskra króna. Sunak er því talinn einn ríkasti þingmaðurinn á breska þinginu. Dvölin vestanhafs hefur í tvígang dregið dilk á eftir sér fyrir Sunak. Þannig kom í ljós í vor að Murty hafði ekki greitt skatta í Bretlandi af tekjum sínum erlendis. Hún braut ekki lög en uppljóstrunin þótti vandræðaleg á sama tíma og Sunak hækkaði skatta á Breta. Þá var vandræðaleg uppákoma þegar það kom á daginn að Sunak hafði ekki skilað inn svonefndu grænu korti, landvistarleyfi, í Bandaríkjunum í tvö ár eftir að hann varð fjármálaráðherra. Það benti til þess að hann ætlaði að setjast að þar. Talaði snemma fyrir Brexit Þegar Sunak sneri aftur til Bretlands tók hann sér stöðu með andstæðingum Evrópusambandsaðildarinnar. Þótti það djarfur leikur pólitískt þar sem þáverandi forysta flokksins var fylgjandi aðild. Afstaðan reyndist Sunak happadrjúg persónulega þar sem hann hlaut skjótan frama innan flokksins. Hann var skipaður í nokkur minniháttar ráðherraembætti áður en Johnson gerði hann að fjármálaráðherra sínum árið 2020, rétt áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn brast á. Sunak aðhyllist lága skatta, afregluvæðingu og takmörkuð ríkisafskipti. Persónulegt átrúnargoð hans er Margaret Thatcher sem skipar öndvegissess á meðal frjálshyggjumanna ásamt Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og samtíðarmanni hennar. Sem fjármálaráðherra beitti Sunak engu að síður „bákninu“ fyrir sig til að bregðast við faraldrinum. Lét hann ríkissjóð greiða laun milljóna launþega sem fyrirtæki létu fara og varð fyrir vikið vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Gjá hefur myndast innan Íhaldsflokksins að undanförnu. Hún birtist meðal annars í því að eftir að Sunak og Liz Truss (t.h.) háðu leiðtogakjör í sumar voru stuðningsmenn hans útilokaðir frá ráðherraembættum.AP/Stefan Rousseau Fetar í þveröfuga átt við Truss Í leiðtogakjörinu gegn Truss í sumar reyndist Sunak sannspár. Gagnrýndi hann stórfelld skattalækkunaráform Truss sem „ævintýri“ sem hún gæti aldrei staðið við í ljósi blússandi verðbólgu sem hefur geisað í Bretlandi líkt og víðar. Ríkisstjórn Truss féll meðal annars eftir að hún varð að draga áform sín um umfangsmiklar skattalækkanir til baka í ljósi óróa á fjármálamörkuðum, hrun breska pundsins og gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Ég vil heldur tapa með því að berjast fyrir því sem ég tel af ástíðu að sé rétt fyrir landið okkar og að vera trúr mínum gildum en að vinna með innantómum loforðum,“ sagði Sunak sem átti þola gagnrýni fyrir að snúa baki við Johnson. Líklegt að sem forsætisráðherra muni Sunak nú feta þveröfuga leið við Truss með skattahækkunum og miklum niðurskurði ríkisútgjalda til þess að stemma stigu við dýrtíð sem plaga almenning. Sunak mun frá upphafi glíma við andstreymi, ekki aðeins frá Verkamannaflokknum sem er þegar byrjaður að lýsa nýja forsætisráðherranum sem fulltrúa ofurríkrar elítu, heldur einnig inn eigin flokks þar sem margir kenna honum um fall Johnson, þeirra fyrrum ástsæla leiðtoga. Heimildir: AP og Reuters. Bretland Vistaskipti Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ljóst varð í morgun að Sunak yrði næsti leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að Penny Mordaunt heltist úr lestinni. Sunak var þá einn eftir í kjöri. Hann tekur við flokki sem er klofinn í herðar niður eftir röð hneykslismála og axarskafta undanfarnar vikur og mánuði. Sigur Sunak er merkilegur viðsnúningur fyrir þennan 42 ára gamla þingmann Richmond í Jórvíkurskíri þar sem aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann beið afgerandi ósigur fyrir Liz Truss í leiðtogakjöri í sumar. JUST IN: @RishiSunak has been elected as the Leader of the Conservative Party pic.twitter.com/Oa52WWwFck— Conservatives (@Conservatives) October 24, 2022 Kjörið fór fram eftir að Boris Johnson neyddist til að segja af sér en þar var Sunak örlagavaldur. Forsætisráðherratíð Johnson fjaraði hratt út eftir að Sunak, sem var fjármálaráðherra hans, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sögðu af sér í júlí. Sögðust ráðherrarnir hafa misst traust sitt á Johnson vegna þess hvernig hann tók á ásökunum um kynferðislega áreitni innan stjórnarráðsins. Sunak var þó ekki alsaklaus í þeim hneykslismálum sem plöguðu ríkisstjórn Johnson. Lögreglan í London sektaði Sunak fyrir að brjóta sóttvarnareglur í kórónuveirufaraldrinum með því að vera gestur í samkvæmi á skrifstofu forsætisráðherrans árið 2020. Sunak hélt því fram að hann hefði mætt óvart á teitið og aðeins staldrað stutt við. Sumum íhaldsmönnum finnst að Sunak hafi rekið rýting í bak Boris Johnson (2.f.v.) þegar hann sagði skyndilega af sér í sumar. Hrina afsagna leiddi til þess að ríkisstjórn Johnson sprakk.AP/Matt Dunham Gekk í dýrustu og eftirsóttustu skólana Sunak er fæddur í Southampton á Suður-Englandi árið 1980, sonur hindúa af indverskum ættum sem fæddust í Austur-Afríku. Aldrei áður hefur forsætisráðherra Bretland verið af indverskum ættum. Sunak er sjálfur virkur hindúi en talar sjaldan um trú sína opinberlega. Hann er skipaður forsætisráðherra á Diwali-hátíð hindúa, hátíðar ljóss og nýs upphafs. Fjölskyldan tilheyrði miðstétt. Faðir Sunak var læknir en móðir hans rak apótek. „Ég ólst upp vinnandi í versluninni, að afhenda lyf. Ég vann sem þjónn á indverskum veitingastað neðar í götunni,“ sagði Sunak í framboðsræðu í leiðtogakjörinu í sumar. Þar með lýkur þó tengingu Sunak við líf neðri- og miðstétta á Bretlandi. Þökk sé foreldrum sínum gekk Sunak í Winchester-skólann, einn dýrasta og eftirsóttasta heimavistarskóla landsins þar sem hann blandaði geði við börn hástéttarfólks. Í sjónvarpsmynd frá 2001 sem keppinautar Sunak grófu upp sést hann tala um að hann eigi „vini sem eru aðalsmenn, ég á vini sem eru af efri stétt, ég á vini sem eru, þú veist, af verkamannastétt, eða, ekki af verkamannastétt“. Úr Winchester lá leiðin í Oxford-háskóla þar sem Sunak nam stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði líkt og svo margir fyrri forsætisráðherrar. Seinna nældi hann sér í MBA-gráðu frá Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Sunak kemur úr fjármálageiranum, starfaði fyrir Goldman Sachs og vogunarsjóði. Auðæfi hans og konu hans eru metin á milljarða á milljarða ofan.AP/Daniel Leal-Olivas Talinn einn ríkasti þingmaðurinn Í Bandaríkjunum vann Sunak fyrir fjárfestingabankann Goldman Sachs sem yfirmaður vogunarsjóðs. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Akshötu Murty, dóttur indversks vellauðugs kaupsýslumanns. Saman eiga þau tvö börn. Auðæfi þeirra hafa verið metin á um 730 milljónir punda, jafnvirði hátt í 120 milljarða íslenskra króna. Sunak er því talinn einn ríkasti þingmaðurinn á breska þinginu. Dvölin vestanhafs hefur í tvígang dregið dilk á eftir sér fyrir Sunak. Þannig kom í ljós í vor að Murty hafði ekki greitt skatta í Bretlandi af tekjum sínum erlendis. Hún braut ekki lög en uppljóstrunin þótti vandræðaleg á sama tíma og Sunak hækkaði skatta á Breta. Þá var vandræðaleg uppákoma þegar það kom á daginn að Sunak hafði ekki skilað inn svonefndu grænu korti, landvistarleyfi, í Bandaríkjunum í tvö ár eftir að hann varð fjármálaráðherra. Það benti til þess að hann ætlaði að setjast að þar. Talaði snemma fyrir Brexit Þegar Sunak sneri aftur til Bretlands tók hann sér stöðu með andstæðingum Evrópusambandsaðildarinnar. Þótti það djarfur leikur pólitískt þar sem þáverandi forysta flokksins var fylgjandi aðild. Afstaðan reyndist Sunak happadrjúg persónulega þar sem hann hlaut skjótan frama innan flokksins. Hann var skipaður í nokkur minniháttar ráðherraembætti áður en Johnson gerði hann að fjármálaráðherra sínum árið 2020, rétt áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn brast á. Sunak aðhyllist lága skatta, afregluvæðingu og takmörkuð ríkisafskipti. Persónulegt átrúnargoð hans er Margaret Thatcher sem skipar öndvegissess á meðal frjálshyggjumanna ásamt Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og samtíðarmanni hennar. Sem fjármálaráðherra beitti Sunak engu að síður „bákninu“ fyrir sig til að bregðast við faraldrinum. Lét hann ríkissjóð greiða laun milljóna launþega sem fyrirtæki létu fara og varð fyrir vikið vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Gjá hefur myndast innan Íhaldsflokksins að undanförnu. Hún birtist meðal annars í því að eftir að Sunak og Liz Truss (t.h.) háðu leiðtogakjör í sumar voru stuðningsmenn hans útilokaðir frá ráðherraembættum.AP/Stefan Rousseau Fetar í þveröfuga átt við Truss Í leiðtogakjörinu gegn Truss í sumar reyndist Sunak sannspár. Gagnrýndi hann stórfelld skattalækkunaráform Truss sem „ævintýri“ sem hún gæti aldrei staðið við í ljósi blússandi verðbólgu sem hefur geisað í Bretlandi líkt og víðar. Ríkisstjórn Truss féll meðal annars eftir að hún varð að draga áform sín um umfangsmiklar skattalækkanir til baka í ljósi óróa á fjármálamörkuðum, hrun breska pundsins og gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Ég vil heldur tapa með því að berjast fyrir því sem ég tel af ástíðu að sé rétt fyrir landið okkar og að vera trúr mínum gildum en að vinna með innantómum loforðum,“ sagði Sunak sem átti þola gagnrýni fyrir að snúa baki við Johnson. Líklegt að sem forsætisráðherra muni Sunak nú feta þveröfuga leið við Truss með skattahækkunum og miklum niðurskurði ríkisútgjalda til þess að stemma stigu við dýrtíð sem plaga almenning. Sunak mun frá upphafi glíma við andstreymi, ekki aðeins frá Verkamannaflokknum sem er þegar byrjaður að lýsa nýja forsætisráðherranum sem fulltrúa ofurríkrar elítu, heldur einnig inn eigin flokks þar sem margir kenna honum um fall Johnson, þeirra fyrrum ástsæla leiðtoga. Heimildir: AP og Reuters.
Bretland Vistaskipti Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23