Erlent

Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum

Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum.

Erlent

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Erlent

Suga hyggst hætta sem for­sætis­ráð­herra

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður Frjálslynda flokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Hann mun því hætta sem forsætisráðherra eftir um ár í embættinu.

Erlent

Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur

Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur.

Erlent

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Erlent

Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember

Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.

Erlent

Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi.

Erlent

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

Erlent

NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður.

Erlent

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Erlent

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

Erlent

Sac­kler fjöl­skyldan gæti misst Pur­du­e Pharma í dag

Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi.

Erlent

Talibanar fagna sigri í Afganistan

Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna.

Erlent