Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 20:01 Fólk bíður eftir að komast út úr Kænugarði. AP Photo/Vadim Ghirda Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. Ekkert lát er á straumi flóttafólks til nágrannaríkja Úkraínu í vestri og nú er talið að fjöldinn sé orðinn um 2,2 milljónir manna. Þá eru milljónir manna ýmist króaðar af í kjöllurum í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu við afar þröngan kost eða á faraldsfæti. Ástandið er einna verst í Mariupol í suðausturhluta Úktaínu þar sem börn, konur og gamalmenni hafa hafst við dögum saman og nú segir borgarstjórinn þar að matarbirgðir verði á þrotum eftir þrjá daga. Fullorðnir og börn féllu í árás á sjúkrahús Frá klukkan sjö í morgun til sjö í kvöld átti að ríkja vopnahlé á ákveðum leiðum frá um tíu borgum og bæjum þannig að hægt yrði að koma óbreyttum borgurum frá átakasvæðum. Slíkar tilraunir hafa margoft runnið út í sandinn í Mariupol þar sem borgarstjórinn segir lík liggja á víð og dreif á götum. Fólk reynir samt að bjarga sér við þessar ótrúlegu aðstæður. Nú síðdegis fordæmdi Zelenskyy Úkraínuforseti á Twitter sprengjuárás Rússa á fæðingarsjúkrahús í Maríupol og birti myndir þaðan. Sjúkrahúsið er nánast í rúst eftir árásina. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en forsetinn segir fullorðna og börn grafin í rústunum. Fólk flýr Irpin. AP Photo/Felipe Dana Aleksey Berntsev formaður Rauða krossins í Mariupol segir borgina lamaða. „Það er enginn húshitun, rafmagn, vatn, gas eða samband. Með öðrum orðum það virkar ekkert, engin heimilistæki. Vatni er safnað af þökum þegar það rignir," segir Berntsev. Rauða krossliðar heimsóttu meðal annars konur og börn sem voru í stórum hópi í kjallara og spurðu um helstu nauðsynjar. Þar var þeim sagt að öldruð kona þyrfti á hjartalyfjunum sínum að halda og börnin þyrftu að fá lyf við niðurgangi. Flýja með gamalmenni í innkaupakerrum Ástandið er einnig mjög slæmt í fjölmörgum borgum eins og Kharkiv og bæjarfélögum og úthverfum norður af Kænugarði. Gífurlega fjölmennar og þungvopnaðar rússneskar hersveitir nálgast höfuðborgina úr norðri og aðrar úr austri. Íbúar Irpin þar sem rúmlega sextíu þúsund manns búa flúðu fótgangandi í átt til Kænugarðs í dag. Þar voru aðallega konur, börn og gamalmenni á ferð sem nutu aðstoðar úkraínskra hermanna. Hermenn sáust hlaupandi með ungabörn og gamlar konur og karlar voru keyrð áfram í innkaupakerrum eða yngri menn báru þau á bakinu. Þar mátti einnig sjá einstaka gæludýr sem fólk greip með sér áflóttanum. Einn kattareigandinn horfði til himins og sagði: „Þeir ættu að loka lofthelginni svo við getum barist við Pútín.“ Öldruðum hefur verið hent í innkaupakerrur svo hægt sé að flýja með þá. AP Photo/Vadim Ghirda „Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði“ Þar stendur hnífurinn í kúnni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þrábiður NATO að útvega sér herþotur. Pólverjar eiga rúmlega tuttugu rússneskar herþotur sem Úkraínumenn eru þjálfaðir á og vilja afhenda þær í gegnum bandaríska herstöð í Þýskalandi sem Bandaríkjamenn telja ekki ráðlegt því það kunni að stigmagna átökin við Rússa. Zelenskyy skoraði í dag á rússneska hermenn að leggja niður vopn í vonlausri baráttu við úkraínsku þjóðina sem aldrei muni gefst upp. „Ekki trúa herforingjum ykkar sem segja að þið eigið enn möguleika í Úkraínu. Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði. Þið eru að fella okkar fólk og við munum svara í sömu mynt. Við getum hlerað samskipti herforingja ykkar og vitum að þeir gera sér grein fyrir þessari stöðu. Það þarf að binda enda á þetta stríð, við þurfum að snúa aftur til friðar," sagði Úkraínuforseti í ávarpi sínu til rússneskra hermanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Ekkert lát er á straumi flóttafólks til nágrannaríkja Úkraínu í vestri og nú er talið að fjöldinn sé orðinn um 2,2 milljónir manna. Þá eru milljónir manna ýmist króaðar af í kjöllurum í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu við afar þröngan kost eða á faraldsfæti. Ástandið er einna verst í Mariupol í suðausturhluta Úktaínu þar sem börn, konur og gamalmenni hafa hafst við dögum saman og nú segir borgarstjórinn þar að matarbirgðir verði á þrotum eftir þrjá daga. Fullorðnir og börn féllu í árás á sjúkrahús Frá klukkan sjö í morgun til sjö í kvöld átti að ríkja vopnahlé á ákveðum leiðum frá um tíu borgum og bæjum þannig að hægt yrði að koma óbreyttum borgurum frá átakasvæðum. Slíkar tilraunir hafa margoft runnið út í sandinn í Mariupol þar sem borgarstjórinn segir lík liggja á víð og dreif á götum. Fólk reynir samt að bjarga sér við þessar ótrúlegu aðstæður. Nú síðdegis fordæmdi Zelenskyy Úkraínuforseti á Twitter sprengjuárás Rússa á fæðingarsjúkrahús í Maríupol og birti myndir þaðan. Sjúkrahúsið er nánast í rúst eftir árásina. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en forsetinn segir fullorðna og börn grafin í rústunum. Fólk flýr Irpin. AP Photo/Felipe Dana Aleksey Berntsev formaður Rauða krossins í Mariupol segir borgina lamaða. „Það er enginn húshitun, rafmagn, vatn, gas eða samband. Með öðrum orðum það virkar ekkert, engin heimilistæki. Vatni er safnað af þökum þegar það rignir," segir Berntsev. Rauða krossliðar heimsóttu meðal annars konur og börn sem voru í stórum hópi í kjallara og spurðu um helstu nauðsynjar. Þar var þeim sagt að öldruð kona þyrfti á hjartalyfjunum sínum að halda og börnin þyrftu að fá lyf við niðurgangi. Flýja með gamalmenni í innkaupakerrum Ástandið er einnig mjög slæmt í fjölmörgum borgum eins og Kharkiv og bæjarfélögum og úthverfum norður af Kænugarði. Gífurlega fjölmennar og þungvopnaðar rússneskar hersveitir nálgast höfuðborgina úr norðri og aðrar úr austri. Íbúar Irpin þar sem rúmlega sextíu þúsund manns búa flúðu fótgangandi í átt til Kænugarðs í dag. Þar voru aðallega konur, börn og gamalmenni á ferð sem nutu aðstoðar úkraínskra hermanna. Hermenn sáust hlaupandi með ungabörn og gamlar konur og karlar voru keyrð áfram í innkaupakerrum eða yngri menn báru þau á bakinu. Þar mátti einnig sjá einstaka gæludýr sem fólk greip með sér áflóttanum. Einn kattareigandinn horfði til himins og sagði: „Þeir ættu að loka lofthelginni svo við getum barist við Pútín.“ Öldruðum hefur verið hent í innkaupakerrur svo hægt sé að flýja með þá. AP Photo/Vadim Ghirda „Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði“ Þar stendur hnífurinn í kúnni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þrábiður NATO að útvega sér herþotur. Pólverjar eiga rúmlega tuttugu rússneskar herþotur sem Úkraínumenn eru þjálfaðir á og vilja afhenda þær í gegnum bandaríska herstöð í Þýskalandi sem Bandaríkjamenn telja ekki ráðlegt því það kunni að stigmagna átökin við Rússa. Zelenskyy skoraði í dag á rússneska hermenn að leggja niður vopn í vonlausri baráttu við úkraínsku þjóðina sem aldrei muni gefst upp. „Ekki trúa herforingjum ykkar sem segja að þið eigið enn möguleika í Úkraínu. Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði. Þið eru að fella okkar fólk og við munum svara í sömu mynt. Við getum hlerað samskipti herforingja ykkar og vitum að þeir gera sér grein fyrir þessari stöðu. Það þarf að binda enda á þetta stríð, við þurfum að snúa aftur til friðar," sagði Úkraínuforseti í ávarpi sínu til rússneskra hermanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39