Innlent

Fyrsta bílaapótekið á Suður­landi

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Innlent

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu

Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Innlent

Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag

Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið

Innlent

Verða ekki krafin um endur­greiðslu

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 

Innlent

Styrkir ekki endur­greiddir og ó­veðrinu slotar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra, sem segir forsendur fyrir endurgreiðslu styrkja, sem greiddir voru til stjórnmálaflokka þrátt fyrir ranga skráningu, ekki vera fyrir hendi.

Innlent

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent

Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu.

Innlent

Ráð­herra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona.

Innlent

Fjölskylduferðin hafi ekki haft úr­slita­á­hrif

Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans.

Innlent

„Mjög stórt verk­efni sem við fengum í fangið“

Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. 

Innlent

Manndrápsmálið í Nes­kaup­stað og meint vil­yrði ráð­herra

Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins.

Innlent

„Það er allt á floti“

Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga.

Innlent