Innlent Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03 Grunaður um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni sem hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra. Innlent 26.5.2024 07:30 „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Innlent 25.5.2024 23:26 Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26 Allir um borð í rútunni Íslendingar Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Innlent 25.5.2024 20:49 Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Innlent 25.5.2024 19:53 Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. Innlent 25.5.2024 18:59 Bregst við áhyggjum af áfengissölu og áhyggjur brimbrettakappa Forstjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.5.2024 18:02 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Innlent 25.5.2024 17:36 Lögreglan náði lausum grís Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa. Innlent 25.5.2024 16:41 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Innlent 25.5.2024 15:30 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Innlent 25.5.2024 14:15 Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. Innlent 25.5.2024 13:52 Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 25.5.2024 13:16 „Þetta er bara strangheiðarleg jarðskjálftahrina“ Skjálftavirkni á Hengilssvæðinu er ekkert annað en strangheiðarleg jarðskjálftahrina, sem stafar sennilega af niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjum, að sögn sérfræðings. Fólk fylgist vel með vef Veðurstofunnar og því hafa vaknað spurningar um virknina. Innlent 25.5.2024 12:03 Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 25.5.2024 11:31 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. Innlent 25.5.2024 10:18 Málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli Í dag fer fram málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli á milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Á málþinginu verður fjallað um ferlið allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Málþinginu er einnig í streymi hér að neðan. Innlent 25.5.2024 10:01 Spá goslokum á Sundhnúksgígaröð í lok júlí Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur telja líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. Þetta kemur fram á bloggi Haraldar en þar fer hann yfir þróun kvikugangsins frá því í nóvember 2023 þegar fyrsta eldgosið hófst. Innlent 25.5.2024 08:10 Sagður hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með steikarpönnu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni, en meint brot áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi árið 2022, þegar þau voru enn gift. Innlent 25.5.2024 08:01 „Það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín” „Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi. Innlent 25.5.2024 08:01 Sex handteknir í átaki gegn ólöglegri atvinnustarfsemi Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi. Innlent 25.5.2024 07:15 Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás. Innlent 25.5.2024 07:01 Svipað og frekar róleg haustlægð Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina. Innlent 24.5.2024 21:25 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Innlent 24.5.2024 20:30 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Innlent 24.5.2024 20:12 Rúta brann til kaldra kola við Sóltún Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus. Innlent 24.5.2024 20:05 Mikill harmleikur en skýrir farvegir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Innlent 24.5.2024 19:07 Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Innlent 24.5.2024 19:03 Aukinn viðbúnaður í verðmætaflutningum og óveður í beinni Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður í fyrsta sinn frá atvikinu rætt við framkvæmdastjóra Öryggismiðstöðvarinnar sem segir að viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Innlent 24.5.2024 18:01 « ‹ 218 219 220 221 222 223 224 225 226 … 334 ›
Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03
Grunaður um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni sem hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra. Innlent 26.5.2024 07:30
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Innlent 25.5.2024 23:26
Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26
Allir um borð í rútunni Íslendingar Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Innlent 25.5.2024 20:49
Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Innlent 25.5.2024 19:53
Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. Innlent 25.5.2024 18:59
Bregst við áhyggjum af áfengissölu og áhyggjur brimbrettakappa Forstjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.5.2024 18:02
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Innlent 25.5.2024 17:36
Lögreglan náði lausum grís Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa. Innlent 25.5.2024 16:41
Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Innlent 25.5.2024 15:30
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Innlent 25.5.2024 14:15
Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. Innlent 25.5.2024 13:52
Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 25.5.2024 13:16
„Þetta er bara strangheiðarleg jarðskjálftahrina“ Skjálftavirkni á Hengilssvæðinu er ekkert annað en strangheiðarleg jarðskjálftahrina, sem stafar sennilega af niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjum, að sögn sérfræðings. Fólk fylgist vel með vef Veðurstofunnar og því hafa vaknað spurningar um virknina. Innlent 25.5.2024 12:03
Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 25.5.2024 11:31
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. Innlent 25.5.2024 10:18
Málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli Í dag fer fram málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli á milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Á málþinginu verður fjallað um ferlið allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Málþinginu er einnig í streymi hér að neðan. Innlent 25.5.2024 10:01
Spá goslokum á Sundhnúksgígaröð í lok júlí Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur telja líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. Þetta kemur fram á bloggi Haraldar en þar fer hann yfir þróun kvikugangsins frá því í nóvember 2023 þegar fyrsta eldgosið hófst. Innlent 25.5.2024 08:10
Sagður hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með steikarpönnu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni, en meint brot áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi árið 2022, þegar þau voru enn gift. Innlent 25.5.2024 08:01
„Það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín” „Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi. Innlent 25.5.2024 08:01
Sex handteknir í átaki gegn ólöglegri atvinnustarfsemi Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi. Innlent 25.5.2024 07:15
Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás. Innlent 25.5.2024 07:01
Svipað og frekar róleg haustlægð Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina. Innlent 24.5.2024 21:25
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Innlent 24.5.2024 20:30
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Innlent 24.5.2024 20:12
Rúta brann til kaldra kola við Sóltún Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus. Innlent 24.5.2024 20:05
Mikill harmleikur en skýrir farvegir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Innlent 24.5.2024 19:07
Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Innlent 24.5.2024 19:03
Aukinn viðbúnaður í verðmætaflutningum og óveður í beinni Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður í fyrsta sinn frá atvikinu rætt við framkvæmdastjóra Öryggismiðstöðvarinnar sem segir að viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Innlent 24.5.2024 18:01