Innlent

Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði

Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið.

Innlent

Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins

Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag.

Innlent

Hryðju­verka­á­kærunni aftur vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag.

Innlent

Skoða mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer nú yfir mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78 á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur síðast­liðið þriðju­dags­kvöld. Á­rásar­mennirnir eru enn ó­fundnir.

Innlent

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Innlent

Segist finna til með kokkinum í Kópa­vogi

Khunying Porntip Rojanasunan, öldungar­deildar­þing­maður í Taí­landi, segist ekki ætla að lög­sækja Ara Alexander Guð­jóns­son, yfir­kokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitinga­stað keðjunnar á Ný­býla­vegi á föstu­dag.

Innlent

Bændur gefast upp eða draga saman seglin

Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda.

Innlent

Dró játningu skyndilega til baka

Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun.

Innlent

Dagur hyggst bjóða Kjöt­borgar­bræðrum í kaffi

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, hyggst bjóða eig­endum Kjöt­borgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónas­sonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjald­skyldu við búð bræðranna að er­lendri fyrir­mynd.

Innlent

„Að tengja þennan dag við fleiri já­kvæða hluti er partur af batanum“

Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. 

Innlent