Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2024 20:15 Prestarnir og djáknarnir, ásamt vígslubiskupnum í Skálholti, sem komu að prests- og djáknavígslunni í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 20. maí klukkan 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna. Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira