Innlent

Ekki spennt fyrir lokuðum bú­setu­úr­ræðum

Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt.

Innlent

Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar.

Innlent

Funda aftur á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag þegar atvinnustarfsemi hófst á ný eftir langt hlé. Á sama tíma er Grindavík enn nær alveg vatnslaus en vonir standa til að köldu vatni verði komið á bæinn á morgun. Við ræðum við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur í myndveri, sem segir glórulaust að opna bæinn á þessu stigi.

Innlent

Bjarni lét full­trúa Rússa heyra það vegna Navalnís

Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.

Innlent

Tóku þátt í leit að tveimur skip­verjum en án árangurs

Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar síðastliðnum fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn, 14 komust upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu. Tveggja var hins vegar saknað.

Innlent

Missti aldrei stjórn á að­stæðum í bað­stofunni

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið.

Innlent

„Galið“ að opna bæinn upp á gátt

Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Drífu Snædal talskonu Stígamóta sem er gagnrýnin á nýframkomnar tillögur ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum. 

Innlent

Styttingin hafi haft verri á­hrif á drengi en stúlkur

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. 

Innlent

Vill flýta endur­skoðun laga um leigu­bíla­akstur

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi  í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra.

Innlent

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent