Innlent Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46 Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.2.2024 18:23 Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. Innlent 15.2.2024 17:54 Nýr Landspítali tekur á sig mynd Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki. Innlent 15.2.2024 16:53 Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 15.2.2024 15:45 Styrkja börnin í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert barn í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag einróma að styrkja börn í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert reykvískt barn á aldrinum 0-18 ára. Þannig mun Reykjavíkurborg styrkja UNICEF um 4,5 milljónir króna. Innlent 15.2.2024 15:31 Ráðast í undirbúning aðgerða eftir tíu daga náist ekki samningar Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða. Innlent 15.2.2024 15:30 Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Innlent 15.2.2024 15:20 Heilsugæslustöðin á Akureyri í nýtt húsnæði Heilsugæslustöðin á Akureyri flytur og mun opna í nýju húsnæði mánudaginn 19. febrúar næstkomandi við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 15.2.2024 15:04 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. Innlent 15.2.2024 14:57 Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Innlent 15.2.2024 14:36 Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35 Lögmaður skammaður fyrir framkomu gagnvart erfingjum Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa. Innlent 15.2.2024 14:31 Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16 Íbúar á Eyrinni haldi sig innandyra vegna efnaleka Íbúar á Eyrinni á Akureyri, sunnan við Furuvelli, eru beðnir um að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða vegna efnaleka sem varð á Furuvöllum fyrr í dag. Innlent 15.2.2024 13:49 Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08 Rafmagn af hluta Keflavíkur í nótt Rafmagn verður tekið af á afmörkuðu svæði Keflavík í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Veitna. Þar er birt kort af svæðinu sem verður rafmagnslaust. Innlent 15.2.2024 12:59 Fjögur hundruð þúsund íbúar á Íslandi, en samt ekki Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. Innlent 15.2.2024 12:39 Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Innlent 15.2.2024 11:43 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. Innlent 15.2.2024 11:36 Hádegisfréttir Bylgjunnar Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Innlent 15.2.2024 11:35 Sveitarfélögin gætu sameinast í sumar Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu. Innlent 15.2.2024 10:21 Halda leit áfram þriðja daginn í röð Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Innlent 15.2.2024 09:08 Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. Innlent 15.2.2024 08:29 Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. Innlent 15.2.2024 08:01 Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir nokkuð annasama nótt. Nokkuð var um tilkynningar vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, slagsmála og þjófnaða. Innlent 15.2.2024 07:25 85 prósent ljósmæðra telja manneklu hafa ógnað öryggi mæðra Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar BHM telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Innlent 15.2.2024 07:02 Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum. Innlent 15.2.2024 07:00 Ekki búin að ákveða hvort framlengja eigi ákvæði um fjöldaflótta Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort framlengja eigi gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Innlent 15.2.2024 06:45 « ‹ 316 317 318 319 320 321 322 323 324 … 334 ›
Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46
Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.2.2024 18:23
Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. Innlent 15.2.2024 17:54
Nýr Landspítali tekur á sig mynd Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki. Innlent 15.2.2024 16:53
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 15.2.2024 15:45
Styrkja börnin í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert barn í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag einróma að styrkja börn í Palestínu um 150 krónur fyrir hvert reykvískt barn á aldrinum 0-18 ára. Þannig mun Reykjavíkurborg styrkja UNICEF um 4,5 milljónir króna. Innlent 15.2.2024 15:31
Ráðast í undirbúning aðgerða eftir tíu daga náist ekki samningar Samninganefndir Fagfélaganna, Matvís, Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hafa gefið fulltrúum sínum við samningaborðið tíu daga til að ná saman við Samtök atvinnulífsins (SA) um nýjan kjarasamning. Takist það ekki munu nefndirnar hefja undirbúning aðgerða. Innlent 15.2.2024 15:30
Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Innlent 15.2.2024 15:20
Heilsugæslustöðin á Akureyri í nýtt húsnæði Heilsugæslustöðin á Akureyri flytur og mun opna í nýju húsnæði mánudaginn 19. febrúar næstkomandi við Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 15.2.2024 15:04
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. Innlent 15.2.2024 14:57
Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Innlent 15.2.2024 14:36
Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35
Lögmaður skammaður fyrir framkomu gagnvart erfingjum Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa. Innlent 15.2.2024 14:31
Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16
Íbúar á Eyrinni haldi sig innandyra vegna efnaleka Íbúar á Eyrinni á Akureyri, sunnan við Furuvelli, eru beðnir um að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða vegna efnaleka sem varð á Furuvöllum fyrr í dag. Innlent 15.2.2024 13:49
Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08
Rafmagn af hluta Keflavíkur í nótt Rafmagn verður tekið af á afmörkuðu svæði Keflavík í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Veitna. Þar er birt kort af svæðinu sem verður rafmagnslaust. Innlent 15.2.2024 12:59
Fjögur hundruð þúsund íbúar á Íslandi, en samt ekki Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. Innlent 15.2.2024 12:39
Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Innlent 15.2.2024 11:43
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. Innlent 15.2.2024 11:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Innlent 15.2.2024 11:35
Sveitarfélögin gætu sameinast í sumar Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu. Innlent 15.2.2024 10:21
Halda leit áfram þriðja daginn í röð Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Innlent 15.2.2024 09:08
Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. Innlent 15.2.2024 08:29
Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. Innlent 15.2.2024 08:01
Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir nokkuð annasama nótt. Nokkuð var um tilkynningar vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, slagsmála og þjófnaða. Innlent 15.2.2024 07:25
85 prósent ljósmæðra telja manneklu hafa ógnað öryggi mæðra Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar BHM telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Innlent 15.2.2024 07:02
Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum. Innlent 15.2.2024 07:00
Ekki búin að ákveða hvort framlengja eigi ákvæði um fjöldaflótta Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort framlengja eigi gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Innlent 15.2.2024 06:45