Innlent

Á­kærður fyrir hundruð milljóna króna skatta­laga­brot

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu.

Innlent

„Það er enn hægt að afstýra þessu“

Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Heimilisofbeldi, mótmæli gegn hvalveiðum, biðraðir í Leifsstöð og lyfjanotkun vegna ADHD verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Innlent

Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi

Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin

Innlent

Sam­tökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er

Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis.

Innlent

Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna

Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina.

Innlent

Ungt fólk geti leitað sér aðstoðar

Formaður stjórnar Píeta-samtakanna hefur þungar áhyggjur af hárri tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks á Íslandi. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag. 

Innlent

Gjald­taka við Reykja­víkur­flug­völl eftir tvö ár

Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Yfir tvö þúsund eru látnir í Marokkó eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið á föstudagskvöld. Björgunarstarf gengur afar erfiðlega og heilu bæirnir eru taldir hafa þurrkast út. Íslensk stjórnvöld eru í viðbragðsstöðu ef óskað verður eftir aðstoð íslensks björgunarfólks - en þess hefur ekki reynst þörf hingað til. Við fjöllum um hamfarirnar í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Samskip, bandarískar forsetakosningar og samgöngusáttmáli

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Hörður Felix Harðarson, sem hefur verið lögmaður Samskipa frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram fullum fetum að Samkeppniseftirlitið sé á villigötum í mörg þúsund blaðsíðna greinargerð um samkeppnisbrot fyrirtækisins.

Innlent