Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. Innlent 11.4.2025 15:15 Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu. Innlent 11.4.2025 13:33 Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. Innlent 11.4.2025 12:51 Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. Innlent 11.4.2025 12:33 Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni. Innlent 11.4.2025 12:31 Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. Innlent 11.4.2025 12:30 Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11.4.2025 12:01 Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Innlent 11.4.2025 11:58 Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tollastríðið sem nú geisar og er þessa stundina í það minnsta, aðallega á milli Bandaríkjamanna og Kínverja. Innlent 11.4.2025 11:38 Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Innlent 11.4.2025 11:27 Alþingi komið í páskafrí Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí. Innlent 11.4.2025 10:12 „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Innlent 11.4.2025 10:02 Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? „Alþjóðasamvinna á krossgötum – Hvert stefnir Ísland?“ er yfirskrift árlegrar ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins sem fram fer milli 10 og 17 í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. Innlent 11.4.2025 09:32 Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Innlent 11.4.2025 07:02 Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu. Innlent 11.4.2025 07:02 Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi eða nótt tilkynnt um stolinn bíl. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við eiganda bílsins, þann sem tilkynnti stuldinn, en þá kom í ljós að hann hafði gleymt því hvar hann hafði lagt bílnum. Hann var í raun rétt hjá. Innlent 11.4.2025 06:29 NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11.4.2025 06:21 Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Innlent 10.4.2025 23:18 Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér „Það er verið að gera öllum upp einhvern annarlegan ásetning og það er óþolandi,“ segir Karen Kjartansdóttir almannatengill um þær skotgrafir sem myndast reglulega í þjóðfélagsumræðu á samfélagsmiðlum. Innlent 10.4.2025 22:42 Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Innlent 10.4.2025 22:00 Esjustofa í endurnýjun lífdaga Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins Innlent 10.4.2025 21:00 Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Innlent 10.4.2025 21:00 Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Innlent 10.4.2025 20:31 Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Hellisheiði verður lokað til vesturs frá miðnætti til klukkan þrjú í nótt vegna vinnu við ljósleiðara og vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið. Innlent 10.4.2025 20:26 Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Innlent 10.4.2025 20:00 Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Innlent 10.4.2025 19:44 Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Innlent 10.4.2025 19:00 Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.4.2025 18:02 Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10.4.2025 17:13 Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Starfsmaður á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða íbúa á heimilinu 450 þúsund krónur í bætur. Starfsmaðurinn, kona á sjötugsaldri, sló íbúann, konu á ónefndum aldri, með lófa sínum þegar hún ók honum í hjólastól. Innlent 10.4.2025 16:54 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
„Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. Innlent 11.4.2025 15:15
Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu. Innlent 11.4.2025 13:33
Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. Innlent 11.4.2025 12:51
Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. Innlent 11.4.2025 12:33
Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni. Innlent 11.4.2025 12:31
Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. Innlent 11.4.2025 12:30
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11.4.2025 12:01
Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Innlent 11.4.2025 11:58
Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tollastríðið sem nú geisar og er þessa stundina í það minnsta, aðallega á milli Bandaríkjamanna og Kínverja. Innlent 11.4.2025 11:38
Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Innlent 11.4.2025 11:27
Alþingi komið í páskafrí Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí. Innlent 11.4.2025 10:12
„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Innlent 11.4.2025 10:02
Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? „Alþjóðasamvinna á krossgötum – Hvert stefnir Ísland?“ er yfirskrift árlegrar ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins sem fram fer milli 10 og 17 í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. Innlent 11.4.2025 09:32
Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Innlent 11.4.2025 07:02
Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu. Innlent 11.4.2025 07:02
Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi eða nótt tilkynnt um stolinn bíl. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við eiganda bílsins, þann sem tilkynnti stuldinn, en þá kom í ljós að hann hafði gleymt því hvar hann hafði lagt bílnum. Hann var í raun rétt hjá. Innlent 11.4.2025 06:29
NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11.4.2025 06:21
Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Innlent 10.4.2025 23:18
Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér „Það er verið að gera öllum upp einhvern annarlegan ásetning og það er óþolandi,“ segir Karen Kjartansdóttir almannatengill um þær skotgrafir sem myndast reglulega í þjóðfélagsumræðu á samfélagsmiðlum. Innlent 10.4.2025 22:42
Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Innlent 10.4.2025 22:00
Esjustofa í endurnýjun lífdaga Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins Innlent 10.4.2025 21:00
Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Innlent 10.4.2025 21:00
Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Innlent 10.4.2025 20:31
Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Hellisheiði verður lokað til vesturs frá miðnætti til klukkan þrjú í nótt vegna vinnu við ljósleiðara og vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið. Innlent 10.4.2025 20:26
Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Innlent 10.4.2025 20:00
Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Innlent 10.4.2025 19:44
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Innlent 10.4.2025 19:00
Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.4.2025 18:02
Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10.4.2025 17:13
Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Starfsmaður á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða íbúa á heimilinu 450 þúsund krónur í bætur. Starfsmaðurinn, kona á sjötugsaldri, sló íbúann, konu á ónefndum aldri, með lófa sínum þegar hún ók honum í hjólastól. Innlent 10.4.2025 16:54