Golf

Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann

Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga.

Golf

Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni

Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé.

Golf

Kaymer nýr besti kylfingur heims

Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði.

Golf

Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson

Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu.

Golf

Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona

Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli.

Golf

Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai

Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu“ flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar.

Golf

Quiros sigraði í Dubai

Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku.

Golf

Tiger Woods blandaði sér í baráttuna í Dubai

Tiger Woods blandaði sér í baráttuna á Dubai meistaramótinu í golfi í morgun þegar hann lék á 66 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Bandaríski kylfingurinn gerði engin mistök og fékk 6 fugla (-1) og hann er samtals á -7 höggum. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken er efstur þessa stundina á -10 en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Golf

McIlroy er efstur í Dubai – Tiger er sex höggum á eftir

Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Dubai meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli Norður-Íri lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari og er hann tveimur höggum á undan Spánverjanum Sergio Garcia og Thomas Aiken frá Suður-Afríku.

Golf

Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi.

Golf

Ricky Fowler púttar á flötinni með framdekkinu (myndband)

Það blása ferskir vindar á PGA mótaröðinni í golfi þar sem að ungir kylfingar á borð við nýliða ársins 2010, Ricky Fowler, hafa látið að sér kveða. Fowler var m.a. valinn í bandaríska Ryderliðið s.l. haust og mörg stórfyrirtæki hafa gert samstarfssamninga við hinn 22 ára gamla kylfing.

Golf

Verður hinn 41 árs gamli Karlsson nýliði ársins?

Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað“.

Golf

Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods

Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma.

Golf

Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines

Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.

Golf

Casey vann í Bahrein

Englendingurinn Paul Casey fór með sigur af hólmi á Volvo Golf Champions mótinu sem lauk í Bahrein í dag á Evrópumótaröðinni.

Golf

Tiger gerði engin mistök á fyrsta golfhring ársins 2011

Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti.

Golf

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans.

Golf

Birgir Leifur og Tinna valin kylfingar ársins 2010

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Tinna Jóhansdóttir úr Golfklúbbnum Keili voru í dag valin kylfingar ársins af stjórn Golfsambands Íslands en valið fór fram í samráði við afreksnefnd sambandsins.

Golf

Tiger fær ekki fleiri fríar rakvélar

Tiger Woods hefur átt skelfilegt ár innan sem utan vallar og veislunni er ekki lokið. Nu hefur Gillette tilkynnt að það ætli sér ekki að framlengja samning sinn við Tiger sem rennur út um áramót.

Golf

Tveir fyrstu keppnisdagarnir gerðu út um vonir Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Íslandsmeistarinn sýndi ágætis tilþrif á síðustu tveimur keppnisdögunum en afleitt gengi hans á fyrsta keppnisdeginum gerði út um möguleika hans á að komast áfram.

Golf

Engin kreppa hjá Tiger Woods sem flytur bráðlega í 6 milljarða kr. hús

Það eru engin kreppumerki á nýju heimili Tiger Woods sem bráðlega verður fullbyggt en það stendur við strandlengjuna í Flórída. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og í garðinum er Woods með fjórar fullkomnar æfingaflatir og getur hann einnig slegið með drævernum á "æfingasvæðinu" í bakgarðinum.

Golf