Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 11:30 Kylfingar votta hér Ballesteros virðingu sína. Mynd. / Getty Images Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira