Golf

Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu

Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október.

Golf

Berglind byrjaði Íslandsmótið á þremur fuglum í röð

Íslandsmótið í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í morgun en framundan eru fjórir spennandi golfdagar við einstakar aðstæður á þessum glæsilega velli í Grímsnesinu. Það eru kjöraðstæður til golfleiks í dag og kylfingar voru fljótir að nýta sér það.

Golf

Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts

Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi.

Golf

Íslandsmót í einstakri náttúrufegurð

Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum.

Golf

Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli.

Golf

Birgir Leifur aftur með á Íslandsmótinu

Þekktasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, verður mættur í Kiðjabergið í dag en hann tekur þá þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti síðan í Eyjum árið 2007.

Golf

Margfaldir meistarar ekki með á Kiðjabergsvelli

Björgvin Sigurbergsson úr GK og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem bæði eru fjórfaldir Íslandsmeistarar í höggleik verða ekki með í Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á Kiðjabergsvelli á fimmtudag. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Golf

Shrek með fimm högga forustu á opna breska

Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna.

Golf

John Daly: Happa-buxurnar hjálpuðu

Stuðboltinn John Daly sló vel á fyrsta hringnum á opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Hann lauk keppni á 66 höggum, sex undir pari, og var óheppinn að gera ekki betur.

Golf

Kylfusveinn Tigers gagnrýnir púttin hans

Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, er nú ekki vanur að tjá sig mikið en hann hefur nú ákveðið að gagnrýna púttin hans Tigers rétt áður en Opna breska meistaramótið hefst.

Golf

Afleitt veður á St. Andrews í Skotlandi

Meistaraáskoruninni á opna breska mótinu í golfi hefur verið aflýst. Fyrrum sigurvegarar mótsins áttu að keppa í liðakeppni í dag en afleitt veður hefur sett strik í reikninginn.

Golf

Tiger skiptir um pútter

Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.

Golf

Íslensku golflandsliðin unnu bæði

Golflandslið Íslands í karla og kvennaflokki fóru bæði með sigur af hólmi í viðareignum sínum í dag. Bæði lið keppa um þessar mundir á Evrópumóti landsliða, stelpurnar á Spáni en strákarnir í Póllandi.

Golf

Tiger í tómu rugli

Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður.

Golf

Golfstrákarnir nálægt botninum

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 18. sæti af 20 á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Svíþjóð. Liðið lék samtals á 23 höggum yfir pari í dag eða tveim höggum meira en Sviss sem er í 17. sæti.

Golf

Íslenska liðið langneðst

Íslenska kvennalandsliðið í golfi fór ekki vel af stað á EM í dag og er í 17. og langneðsta sæti mótsins sem fram fer á Spáni.

Golf