Golf

JB Holmes með forystuna

Bandaríkjamaðurinn JB Holmes er með forystuna á PGA-meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Golf

Singh sigraði á heimsmótinu

Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi.

Golf

Mikil spenna á heimsmótinu í Ohio

Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna.

Golf

Kristján vann eftir bráðabana

Kristján Þór Einarsson úr Kili í Mosfellsbæ varð Íslandsmeistari karla í holukeppni í Vestmannaeyjum eftir bráðabana og umspil. Hann vann Heiðar Davíð Bragason úr GR eftir þriggja holu umspil og bráðabana.

Golf

Heiðar með aðra höndina á bikarnum

Heiðar Davíð Bragason úr GR er með fimm högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik. Hann lék á 2 undir pari í dag og er samtals á 6 höggum undir pari.

Golf

Nína Björk með eins höggs forystu

Nína Björk Geirsdóttir úr GKj hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeyjum. Helena Árnadóttir úr GR er í öðru sætinu.

Golf

Heiðar Davíð með forystu í Eyjum

Heiðar Davíð Bragason úr GR hefur forystu á Íslandsmótinu í höggleik sem stendur yfir í Vestmannaeryjum. Hann lék hringinn í dag á 67 höggum, eða 3 höggum undir pari.

Golf

Titilvörn Björgvins fer vel af stað

Íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson úr GK hóf titilvörn sína á Íslandsmótinu í höggleik með glæsibrag. Mótið hófst í Vestmannaeyjum í morgun en Björgvin kom inn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Golf

Harrington varði titilinn á opna breska

Írski kylfingurinn Padraig Harrington vann í dag sigur á opna breska meistaramótinu í golfi annað árið í röð. Harrington lék lokahringinn í dag á 69 höggum og endaði á þremur höggum yfir pari - fjórum höggum á undan Englendingnum Ian Poulter.

Golf

Ævintýrið heldur áfram hjá Norman

Greg Norman hefur tveggja högga forystu fyrir lokadaginn á opna breska meistaramótinu í golfi. "Hvíti hákarlinn" lék á tveimur höggum yfir pari í dag eða 72 höggum, en mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir.

Golf

Norman í forystu á opna breska

Ástralski kylfingurinn Greg Norman er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir að hafa leikið annan hring sinn á 70 höggum eða pari í dag. Hann lék einnig á pari í gær og er því í forystu, en enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka keppni og því getur staða efstu manna átt eftir að breytast.

Golf

Greg Norman var maður dagsins

Hinn 53 ára gamli Greg Norman var maður dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi í gær þegar hann lék fyrsta hringinn á pari við erfiðar aðstæður. Norman er aðeins höggi á eftir þremur efstu kylfingunum á mótinu.

Golf

Ísland keppir á Evrópumóti áhugamanna

Ísland mun senda lið til þátttöku á Evrópumóti áhugakylfinga í golfi sem fer fram í byrjun næsta mánuðar á Ítalíu. Staffan Johansson, landsliðsþjálfari, hefur valið sex manna hóp fyrir mótið.

Golf

Tiger vann opna bandaríska

Tiger Woods bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann vann Rocco Mediate eftir bráðabana í umspili um titilinn.

Golf

Woods og Rocco í bráðabana

Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00.

Golf

Tiger Woods með forystuna

Tiger Woods hefur forystuna á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í kvöld. Woods lék á einu höggi undir pari í gær og er samtals á þremur undir.

Golf

Tiger nær sér á strik

Stjörnugolfarinn Tiger Woods er í öðru sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Woods lék vel á öðrum keppnisdegi í gærkvöldi eða á þremur höggum undir pari.

Golf

Reykingar bannaðar áhorfendum en ekki keppendum

Reykingar eru bannaðar áhorfendum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta er fyrsta stórmótið í golfi þar sem þessar reglur gilda. Verði maður uppvís af því að reykja á maður von á 8.000 króna sekt.

Golf

Woods lék á höggi yfir pari

Tiger Woods var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á US Open þegar hann lék á 73 höggum eða höggi yfir pari. Þetta var fyrsti hringur Woods í keppni í tvománuði vegna hnéuppskurðar.

Golf