Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram. Handbolti 5.3.2025 21:48
Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Afturelding gefur ekkert eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH eftir stórsigur á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 5.3.2025 21:02
Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Kristjan Örn Kristjánsson átti mjög flottan leik með Skanderborg AGF í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann var valinn í landsliðið í upphafi vikunnar og sýndi af hverju í kvöld. Handbolti 5.3.2025 20:39
Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. Handbolti 4.3.2025 18:46
Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Gummersbach átti veika von á þvi að tryggja sig beint inn í átta liða úrslit Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld en tap þýðir að lærisveinar Guðjón Vals Sigurðssonar fara í umspilið. Íslendingaliðið Montpellier er aftur á móti komið í átta liða úrslitin. Handbolti 4.3.2025 19:22
Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu eftir stórkostlega frammistöðu gegn stórliði Magdeburg. Handbolti 4.3.2025 12:03
Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Handbolti 4.3.2025 10:00
„Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. Handbolti 4.3.2025 09:30
„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. Handbolti 4.3.2025 07:32
Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Erlingur Birgir Richardsson verður aftur þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta en Eyjamenn tilkynntu í kvöld að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning. Handbolti 3.3.2025 17:12
Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. Handbolti 3.3.2025 14:06
Svona var blaðamannafundur Snorra Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Grikklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2026. Handbolti 3.3.2025 13:32
Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir samning við sænsku meistarana í Sävehof sem gildir til þriggja ára. Hann heldur til félagsins í sumar, eftir að leiktíðinni með Aftureldingu lýkur. Handbolti 3.3.2025 10:00
Frábær leikur Andra dugði ekki til Andri Már Rúnarsson var hreint út sagt magnaður þegar Leipzig mátti þola þriggja marka tap gegn Füchse Berlín, lokatölur 30-33. Handbolti 2.3.2025 17:18
Myndasyrpa frá fögnuði Fram Fram varð á laugardag bikarmeistari karlaí handbolta. Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn. Handbolti 2.3.2025 10:02
Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Karen Knútsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hún tilkynnti þetta eftir leik Fram og Hauka í úrslitum Powerade bikars kvenna í gær. Handbolti 2.3.2025 09:28
Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár. Handbolti 2.3.2025 09:00
„Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefði viljað nýta meðbyrinn sem félagið var með um miðjan seinni hálfleikinn betur en Stjarnan tapaði 31-25 fyrir Fram í úrslitum Powerade-bikarsins í dag. Handbolti 1.3.2025 18:58
„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. Handbolti 1.3.2025 18:26
„Ég er bara klökkur“ Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu. Handbolti 1.3.2025 18:12
„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri „Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram. Handbolti 1.3.2025 16:14
Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Fram er bikarmeistari karla í handbolta árið 2025. Þeir lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000. Handbolti 1.3.2025 15:18
Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni. Handbolti 1.3.2025 12:46