Handbolti

„Ég hef enn sömu trú á liðinu“

Bjarki Már Elísson átti fínan leik fyrir íslenska handboltalandsliðið í kvöld, en það dugði ekki til og liðið mátti þola fimm marka tap gegn Svíum, 35-30. Bjarki var eðlilega sár þegar hann mætti í viðtal að leik loknum.

Handbolti

„Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“

„Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld.

Handbolti

Biður þjóðina afsökunar

„Mér líður illa og ég vill byrja á því að segja sorry við þjóðina,“ segir Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, sem tapaði fyrir Svíum 35-30 í öðrum leik liðsins í milliriðlinum.

Handbolti

Twitter eftir tapið gegn Svíum: Eigum að vera að gera mikið betur

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola fimm marka tap gegn Svíum á HM í handbolta í kvöld. Tapið er dýrt fyrir liðið sem þarf nú að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum, en eins og við var að búast fylgdist íslenska þjóðin vel með leiknum og lét skoðanir sínar í ljós á Twitter.

Handbolti

Klár í slaginn eftir flensuna

„Það er æðislegt að geta hitt strákana aftur og komast líka á æfingu,“ segir Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Handbolti

Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik

„Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins.

Handbolti

Ljósmyndarar á HM varaðir við þjófum

Ljósmyndarar sem staddir eru í Svíþjóð að taka myndir af heimsmeistaramótinu í handbolta hafa margir hverjir lent í því að dýrum búnaði þeirra sé stolið úr bílum þeirra á meðan að mótinu stendur.

Handbolti