Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. „Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira
„Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira