Handbolti

Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn

Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein.

Handbolti

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Handbolti

Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli

Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli.

Handbolti

Teitur og félagar einir á toppnum eftir sigur gegn Benidorm

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg gerðu góða ferð til Benidorm þar sem liðið vann öruggan sex marka sigur gegn heimamönnum í Evrópudeildinni í handbolta, 32-38. Fyrr í kvöld máttu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC þola óvænt tap gegn sænska liðinu Ystads í sama riðli, 34-36.

Handbolti

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Handbolti

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla

Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Handbolti

Gunnar Mal­mquist og Sigurður slíðra sverðin

Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

Handbolti

Um­fjöllun og við­töl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tap­­leiki í röð komst Fram loks á sigur­braut

Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli.

Handbolti

Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.

Handbolti